Þorgerður og kennararnir 3. nóvember 2004 00:01 Menntamálaráðherra - Sigrún Björk Jakobsdóttir Samræður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra við hóp kennara fyrir utan Borgir, hið nýja og glæsilega rannsóknarhús á Akureyri, hafa vakið mikla athygli. Kennarar höfðu safnast saman fyrir utan húsið með mótmælaspjöld og vildu ræða við ráðherra í ríkisstjórninni um stöðu sína og verkfallið. Þrátt fyrir reiða kennara og sjónvarpsmyndavélar ákvað ráðherra að eiga orðaskipti við hópinn. Það hafði verið gagnrýnt og meira segja komið fram sú skoðun að réttara hefði verið að setja undir sig hausinn og í besta falli bjóða góðan daginn eins og Benedikt Jóhannsson lagði til í pistli sínum á vefmiðlinum heimi.is. Það er ótrúlegt að fygjast með því að gert sé lítið úr því að menntamálaráðherrra landsins ræði málin við kennara fyrir opnum tjöldum. Það að hún skyldi ræða málin hefur mælst mjög vel fyrir hjá kennurum og almenningi og þau orð sem þarna voru látin falla komu af stað umræðum um þessi mál. Meðal annars varpaði Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri fram hugmynd að lausn málsins sem Stefán Jón Hafstein formaður fræðsluráðs Reykjavíkur tók undir að töluverðu leyti. Það er afar nauðsynlegt að brýn úrlausnarefni á hverjum tíma séu rædd fyrir opnum tjöldum. Orð eru til alls fyrst og einmitt þetta tel ég vera einn helsta styrk Þorgerðar Katrínar. Hún þorir að hlusta á sjónarmið annarra og hún þorir að stoppa og mæta fólki þar sem aðrir hefðu sett undir sig hausinn og vaðið áfram, eða þá gengið inn bakdyramegin. Það er karllæg lausn og fornaldarhugsun á erfiðum málum að setja undir sig hausinn og vona það besta. Annað nýlegt dæmi um að Þorgerður Katrín er óhrædd við að taka áskorun og ræða málin af hreinskilni er ánægjuleg heimsókn hennar í Verkfræðideild HÍ. Menntamálaráðherra hefur verið gagnrýnd fyrir þrennt. Í fyrsta lagi að tala við kennara. Í öðru lagi að lýsa því yfir að hún teldi laun kennara of lág. Í þriðja lagi að hún varpaði fram þeirri spurningu hvort ríkið ætti að taka yfir rekstur skólanna. Ég hef sjálf orðið þess áskynja að kennarar kunnu að meta að ráðherra sýndi þeim þá virðingu að hlusta á sjónarmið þeirra í stað þess að virða þá ekki viðlits. Og er nokkur maður ósammála því að kennarar eru ekki ofaldir af launum sínum? Vandinn er hins vegar hversu mikið er hægt að koma til móts við kröfur þeirra og hversu hratt. Þá tel ég ekki óeðlilegt að Þorgerður Katrín hafi varpað fram spurningunni um grunnskólann og ríkið. Ég tel sjálf - og veit raunar að menntamálaráðherra er einnig þeirrar skoðunar að það væri ekki til góðs að ríkið yfirtaki rekstur grunnskólans. Hins vegar er mikilvægt í þessu máli að blanda ekki saman kjarabaráttu kennara og tekjustofnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga sem sumum sveitarstjórnarmönnum hefur hætt til að gera í þessari orrahríð sem staðið hefur yfir. Það er erfitt að átta sig á því hvers vegna það hafi vakið upp gagnrýni að Þorgerður Katrín hafi sýnt kennurum þá sjálfsögðu virðingu og kurteisi að ræða við þá. Jafnframt er það umhugsunarefni að Fréttablaðið í "Manni vikunnar" sl. laugardag geri orð Benedikts að sínum. Getur það verið vegna þess að hún gerir það sem aðrir þora ekki? Er það hugsanlega vegna þess að hún sem kona beitir ekki ávallt sömu hefðbundnu aðferðum í stjórnmálum og karlarnir heldur nálgast mál með öðrum hætti. Erum við að sjá hér enn og aftur sönnun þess að það er önnur mælistika lögð á konur í stjórnmálum og sú mælistika er hönnuð af miðaldra körlum. Ég vona sem kona í stjórnmálum að sú sé ekki raunin en óttast hins vegar að svo sé. <I>Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks á Akureyri.<P> Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Sjá meira
Menntamálaráðherra - Sigrún Björk Jakobsdóttir Samræður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra við hóp kennara fyrir utan Borgir, hið nýja og glæsilega rannsóknarhús á Akureyri, hafa vakið mikla athygli. Kennarar höfðu safnast saman fyrir utan húsið með mótmælaspjöld og vildu ræða við ráðherra í ríkisstjórninni um stöðu sína og verkfallið. Þrátt fyrir reiða kennara og sjónvarpsmyndavélar ákvað ráðherra að eiga orðaskipti við hópinn. Það hafði verið gagnrýnt og meira segja komið fram sú skoðun að réttara hefði verið að setja undir sig hausinn og í besta falli bjóða góðan daginn eins og Benedikt Jóhannsson lagði til í pistli sínum á vefmiðlinum heimi.is. Það er ótrúlegt að fygjast með því að gert sé lítið úr því að menntamálaráðherrra landsins ræði málin við kennara fyrir opnum tjöldum. Það að hún skyldi ræða málin hefur mælst mjög vel fyrir hjá kennurum og almenningi og þau orð sem þarna voru látin falla komu af stað umræðum um þessi mál. Meðal annars varpaði Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri fram hugmynd að lausn málsins sem Stefán Jón Hafstein formaður fræðsluráðs Reykjavíkur tók undir að töluverðu leyti. Það er afar nauðsynlegt að brýn úrlausnarefni á hverjum tíma séu rædd fyrir opnum tjöldum. Orð eru til alls fyrst og einmitt þetta tel ég vera einn helsta styrk Þorgerðar Katrínar. Hún þorir að hlusta á sjónarmið annarra og hún þorir að stoppa og mæta fólki þar sem aðrir hefðu sett undir sig hausinn og vaðið áfram, eða þá gengið inn bakdyramegin. Það er karllæg lausn og fornaldarhugsun á erfiðum málum að setja undir sig hausinn og vona það besta. Annað nýlegt dæmi um að Þorgerður Katrín er óhrædd við að taka áskorun og ræða málin af hreinskilni er ánægjuleg heimsókn hennar í Verkfræðideild HÍ. Menntamálaráðherra hefur verið gagnrýnd fyrir þrennt. Í fyrsta lagi að tala við kennara. Í öðru lagi að lýsa því yfir að hún teldi laun kennara of lág. Í þriðja lagi að hún varpaði fram þeirri spurningu hvort ríkið ætti að taka yfir rekstur skólanna. Ég hef sjálf orðið þess áskynja að kennarar kunnu að meta að ráðherra sýndi þeim þá virðingu að hlusta á sjónarmið þeirra í stað þess að virða þá ekki viðlits. Og er nokkur maður ósammála því að kennarar eru ekki ofaldir af launum sínum? Vandinn er hins vegar hversu mikið er hægt að koma til móts við kröfur þeirra og hversu hratt. Þá tel ég ekki óeðlilegt að Þorgerður Katrín hafi varpað fram spurningunni um grunnskólann og ríkið. Ég tel sjálf - og veit raunar að menntamálaráðherra er einnig þeirrar skoðunar að það væri ekki til góðs að ríkið yfirtaki rekstur grunnskólans. Hins vegar er mikilvægt í þessu máli að blanda ekki saman kjarabaráttu kennara og tekjustofnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga sem sumum sveitarstjórnarmönnum hefur hætt til að gera í þessari orrahríð sem staðið hefur yfir. Það er erfitt að átta sig á því hvers vegna það hafi vakið upp gagnrýni að Þorgerður Katrín hafi sýnt kennurum þá sjálfsögðu virðingu og kurteisi að ræða við þá. Jafnframt er það umhugsunarefni að Fréttablaðið í "Manni vikunnar" sl. laugardag geri orð Benedikts að sínum. Getur það verið vegna þess að hún gerir það sem aðrir þora ekki? Er það hugsanlega vegna þess að hún sem kona beitir ekki ávallt sömu hefðbundnu aðferðum í stjórnmálum og karlarnir heldur nálgast mál með öðrum hætti. Erum við að sjá hér enn og aftur sönnun þess að það er önnur mælistika lögð á konur í stjórnmálum og sú mælistika er hönnuð af miðaldra körlum. Ég vona sem kona í stjórnmálum að sú sé ekki raunin en óttast hins vegar að svo sé. <I>Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks á Akureyri.<P>
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar