Þorgerður og kennararnir 3. nóvember 2004 00:01 Menntamálaráðherra - Sigrún Björk Jakobsdóttir Samræður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra við hóp kennara fyrir utan Borgir, hið nýja og glæsilega rannsóknarhús á Akureyri, hafa vakið mikla athygli. Kennarar höfðu safnast saman fyrir utan húsið með mótmælaspjöld og vildu ræða við ráðherra í ríkisstjórninni um stöðu sína og verkfallið. Þrátt fyrir reiða kennara og sjónvarpsmyndavélar ákvað ráðherra að eiga orðaskipti við hópinn. Það hafði verið gagnrýnt og meira segja komið fram sú skoðun að réttara hefði verið að setja undir sig hausinn og í besta falli bjóða góðan daginn eins og Benedikt Jóhannsson lagði til í pistli sínum á vefmiðlinum heimi.is. Það er ótrúlegt að fygjast með því að gert sé lítið úr því að menntamálaráðherrra landsins ræði málin við kennara fyrir opnum tjöldum. Það að hún skyldi ræða málin hefur mælst mjög vel fyrir hjá kennurum og almenningi og þau orð sem þarna voru látin falla komu af stað umræðum um þessi mál. Meðal annars varpaði Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri fram hugmynd að lausn málsins sem Stefán Jón Hafstein formaður fræðsluráðs Reykjavíkur tók undir að töluverðu leyti. Það er afar nauðsynlegt að brýn úrlausnarefni á hverjum tíma séu rædd fyrir opnum tjöldum. Orð eru til alls fyrst og einmitt þetta tel ég vera einn helsta styrk Þorgerðar Katrínar. Hún þorir að hlusta á sjónarmið annarra og hún þorir að stoppa og mæta fólki þar sem aðrir hefðu sett undir sig hausinn og vaðið áfram, eða þá gengið inn bakdyramegin. Það er karllæg lausn og fornaldarhugsun á erfiðum málum að setja undir sig hausinn og vona það besta. Annað nýlegt dæmi um að Þorgerður Katrín er óhrædd við að taka áskorun og ræða málin af hreinskilni er ánægjuleg heimsókn hennar í Verkfræðideild HÍ. Menntamálaráðherra hefur verið gagnrýnd fyrir þrennt. Í fyrsta lagi að tala við kennara. Í öðru lagi að lýsa því yfir að hún teldi laun kennara of lág. Í þriðja lagi að hún varpaði fram þeirri spurningu hvort ríkið ætti að taka yfir rekstur skólanna. Ég hef sjálf orðið þess áskynja að kennarar kunnu að meta að ráðherra sýndi þeim þá virðingu að hlusta á sjónarmið þeirra í stað þess að virða þá ekki viðlits. Og er nokkur maður ósammála því að kennarar eru ekki ofaldir af launum sínum? Vandinn er hins vegar hversu mikið er hægt að koma til móts við kröfur þeirra og hversu hratt. Þá tel ég ekki óeðlilegt að Þorgerður Katrín hafi varpað fram spurningunni um grunnskólann og ríkið. Ég tel sjálf - og veit raunar að menntamálaráðherra er einnig þeirrar skoðunar að það væri ekki til góðs að ríkið yfirtaki rekstur grunnskólans. Hins vegar er mikilvægt í þessu máli að blanda ekki saman kjarabaráttu kennara og tekjustofnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga sem sumum sveitarstjórnarmönnum hefur hætt til að gera í þessari orrahríð sem staðið hefur yfir. Það er erfitt að átta sig á því hvers vegna það hafi vakið upp gagnrýni að Þorgerður Katrín hafi sýnt kennurum þá sjálfsögðu virðingu og kurteisi að ræða við þá. Jafnframt er það umhugsunarefni að Fréttablaðið í "Manni vikunnar" sl. laugardag geri orð Benedikts að sínum. Getur það verið vegna þess að hún gerir það sem aðrir þora ekki? Er það hugsanlega vegna þess að hún sem kona beitir ekki ávallt sömu hefðbundnu aðferðum í stjórnmálum og karlarnir heldur nálgast mál með öðrum hætti. Erum við að sjá hér enn og aftur sönnun þess að það er önnur mælistika lögð á konur í stjórnmálum og sú mælistika er hönnuð af miðaldra körlum. Ég vona sem kona í stjórnmálum að sú sé ekki raunin en óttast hins vegar að svo sé. <I>Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks á Akureyri.<P> Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Menntamálaráðherra - Sigrún Björk Jakobsdóttir Samræður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra við hóp kennara fyrir utan Borgir, hið nýja og glæsilega rannsóknarhús á Akureyri, hafa vakið mikla athygli. Kennarar höfðu safnast saman fyrir utan húsið með mótmælaspjöld og vildu ræða við ráðherra í ríkisstjórninni um stöðu sína og verkfallið. Þrátt fyrir reiða kennara og sjónvarpsmyndavélar ákvað ráðherra að eiga orðaskipti við hópinn. Það hafði verið gagnrýnt og meira segja komið fram sú skoðun að réttara hefði verið að setja undir sig hausinn og í besta falli bjóða góðan daginn eins og Benedikt Jóhannsson lagði til í pistli sínum á vefmiðlinum heimi.is. Það er ótrúlegt að fygjast með því að gert sé lítið úr því að menntamálaráðherrra landsins ræði málin við kennara fyrir opnum tjöldum. Það að hún skyldi ræða málin hefur mælst mjög vel fyrir hjá kennurum og almenningi og þau orð sem þarna voru látin falla komu af stað umræðum um þessi mál. Meðal annars varpaði Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri fram hugmynd að lausn málsins sem Stefán Jón Hafstein formaður fræðsluráðs Reykjavíkur tók undir að töluverðu leyti. Það er afar nauðsynlegt að brýn úrlausnarefni á hverjum tíma séu rædd fyrir opnum tjöldum. Orð eru til alls fyrst og einmitt þetta tel ég vera einn helsta styrk Þorgerðar Katrínar. Hún þorir að hlusta á sjónarmið annarra og hún þorir að stoppa og mæta fólki þar sem aðrir hefðu sett undir sig hausinn og vaðið áfram, eða þá gengið inn bakdyramegin. Það er karllæg lausn og fornaldarhugsun á erfiðum málum að setja undir sig hausinn og vona það besta. Annað nýlegt dæmi um að Þorgerður Katrín er óhrædd við að taka áskorun og ræða málin af hreinskilni er ánægjuleg heimsókn hennar í Verkfræðideild HÍ. Menntamálaráðherra hefur verið gagnrýnd fyrir þrennt. Í fyrsta lagi að tala við kennara. Í öðru lagi að lýsa því yfir að hún teldi laun kennara of lág. Í þriðja lagi að hún varpaði fram þeirri spurningu hvort ríkið ætti að taka yfir rekstur skólanna. Ég hef sjálf orðið þess áskynja að kennarar kunnu að meta að ráðherra sýndi þeim þá virðingu að hlusta á sjónarmið þeirra í stað þess að virða þá ekki viðlits. Og er nokkur maður ósammála því að kennarar eru ekki ofaldir af launum sínum? Vandinn er hins vegar hversu mikið er hægt að koma til móts við kröfur þeirra og hversu hratt. Þá tel ég ekki óeðlilegt að Þorgerður Katrín hafi varpað fram spurningunni um grunnskólann og ríkið. Ég tel sjálf - og veit raunar að menntamálaráðherra er einnig þeirrar skoðunar að það væri ekki til góðs að ríkið yfirtaki rekstur grunnskólans. Hins vegar er mikilvægt í þessu máli að blanda ekki saman kjarabaráttu kennara og tekjustofnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga sem sumum sveitarstjórnarmönnum hefur hætt til að gera í þessari orrahríð sem staðið hefur yfir. Það er erfitt að átta sig á því hvers vegna það hafi vakið upp gagnrýni að Þorgerður Katrín hafi sýnt kennurum þá sjálfsögðu virðingu og kurteisi að ræða við þá. Jafnframt er það umhugsunarefni að Fréttablaðið í "Manni vikunnar" sl. laugardag geri orð Benedikts að sínum. Getur það verið vegna þess að hún gerir það sem aðrir þora ekki? Er það hugsanlega vegna þess að hún sem kona beitir ekki ávallt sömu hefðbundnu aðferðum í stjórnmálum og karlarnir heldur nálgast mál með öðrum hætti. Erum við að sjá hér enn og aftur sönnun þess að það er önnur mælistika lögð á konur í stjórnmálum og sú mælistika er hönnuð af miðaldra körlum. Ég vona sem kona í stjórnmálum að sú sé ekki raunin en óttast hins vegar að svo sé. <I>Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks á Akureyri.<P>
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar