Sport

Alex bíður eftir Rio

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, getur varla beðið eftir því að varnarmaðurinn sterki Rio Ferdinand mæti til leiks á ný. Ferguson segir mikilvægt að fjögurra manna varnarlína liðsins haldist sem mest óbreytt og þá muni úrslit leikja snúast United í hag. Hann bendir á að árið 1994, þegar United vann tvöfalt, hafi varnarlína liðsins haldist óbreytt nær allt keppnistímabilið og úrslitin verið eftir því. Hann vonast til þess endurkoma Rio og Gary Neville verði til þess að hann geti stillt upp sinni sterkustu varnarlínu út tímabilið og þá þurfi stuðningsmenn liðsins ekki að örvænta. Virðingin Ferguson á Ferdinand er gagnkvæm, því að Rio segist ætla að launa sir Alex traustið sem hann hafi sýnt sér með því að spila betur en nokkru sinni þegar hann mætir til leiks á ný eftir hið langa og stranga bann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×