Skoðun

Vöknum til meðvitundar

Samtök gegn fíkniefnum og ofbeldismönnum - Hrafnkell Daníelsson og Björn Sigurðsson Í kjölfar þeirra atburða sem hafa verið í fréttum og umræðu, bæði í fjölmiðlum og á umræðuvettvöngum á netinu, hafa nokkrir einstaklingar staðið í því að stofna samtök sem hafa það að markmiði að berjast gegn fíkniefnum og ofbeldismönnum í íslensku þjóðfélagi. Einnig er það markmið okkar að vekja almenning til meðvitundar um þá staðreynd að hér á Íslandi eru starfandi gríðarlega öflug undirheimasamtök sem standa að innflutningi og dreifingu fíkniefna. Það er einnig markmið samtakana að pressa á stjórnvöld að taka af fullri hörku á málum sem snúa að ofbeldi og fíkniefnum í hvaða mynd sem er. Það er öruggt að margir bregðast við með því að úthrópa að nú skuli komið á lögregluríki á Íslandi, en það er ekki tilgangurinn. Tilgangurinn er að koma ofbeldismönnum úr umferð, en til þess þarf að gera lagabreytingar. Okkur var gefið frelsi, en við kunnum ekki að fara með það. Vöknum því til meðvitundar og stöndum saman í baráttunni. Ræðum málin á heimasíðu samtakana. www.medvitund.is



Skoðun

Sjá meira


×