Sport

FH steinlá gegn Aachen

Það er óhætt að fullyrða það að Fimleikafélag Hafnarfjarðar hefur lokið keppni í UEFA-bikarnum að þessu sinni. Þeir mættu þýska félaginu Alemannia Aachen í fyrri leik liðanna í keppninni á Laugardalsvelli í kvöld og steinlágu, 5-1. Eftirleikurinn ætti því að vera nokkuð auðveldur fyrir Aachen á heimavelli. Þýska liðið kláraði nánast leikinn á fyrsta korterinu en þeir skoruðu mörk á 12. og 14. mínútu. Erik Meijer, fyrrum framherji Liverpool, bætti síðan þriðja markinu við fyrir hlé. Atli Viðar Björnsson minnkaðu muninn á 85. mínútu en Aachen slátraði viðureigninni með tveim mörkum á lokamínútunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×