Erlent

Frakkar kaupa olíu sem aldrei fyrr

Frakkar láta hátt olíuverð ekki trufla sig ef marka má nýlegar sölutölur þaðan. Frakkar, sem vanalega eru afar harðir neitendur, nota bensín og olíu sem aldrei fyrr, þrátt fyrir hið háa verð. Ákveðnir hópar í Frakklandi hafa þó staðið fyrir mótmælum eins og vænta mátti, en hafa ekki náð eyrum almennings. Mikil kaupgleði ríkir í Frakklandi um þessar mundir og segjast þarlend yfirvöld enda búast við um 2,5 prósenta hagvexti á þessu ári og því næsta í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×