Sport

Fjögurra stiga forysta FH-inga

FH-ingar festu greipar sínar um toppsætið í Landsbankadeildinni í fótbolta í gærkvöld þegar þeir báru sigurorð af Keflvíkingum, 1-0, í Keflavík. Þeir hafa nú fjögurra stiga forystu á Fylkismenn sem eiga reyndar leik til góða, gegn Grindvíkingum á heimavelli í kvöld. Það var Daninn Allan Borgvardt sem skoraði sigurmark liðsins með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu strax á þriðju mínútu. FH-ingar voru mun betri aðilinn allan leikinn en líkt og oft áður fengu þeir ógrynni færa sem fóru forgörðum. Það gerði það að verkum að sigurinn hékk á bláþræði allan leikinn og mátti litlu muna að Keflvíkingar næðu að jafna metin undir lokin þegar Daði Lárusson, markvörður FH-inga, fór í skógarhlaup en náði að bjarga málum áður en komið var í óefni. "Það er alltaf gott að ná í þrjú stig hér í Keflavík. Keflvíkingar hafa verið að spila vel upp á síðkastið og við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Stigin þrjú eru mjög dýrmætt en við erum samt að koma okkur í vandræði með því að nýta færin sem fáum ekki betur," sagði Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH-inga í leikslok. Keflavík-FH 0-1 0–1 Allan Borgvardt 3. Dómarinn Gylfi Þór Orrason, í meðallagi Bestur á vellinum Freyr Bjarnason FH Tölfræðin Skot (á mark) 8–12 (2–5) Horn 6–6 Aukaspyrnur fengnar 14–11 Rangstöður 3–1 Mjög góðir Freyr Bjarnason FH. Góðir Hólmar Örn Rúnarsson Keflavík, Ólafur Gottskálksson Keflavík, Allan Borgvardt FH og Heimir Guðjónsson FH.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×