Fram rúllaði yfir ÍA 25. júlí 2004 00:01 Framarar vöknuðu heldur betur til lífsins á Akranesi í gærkvöld þegar þeir hreinlega völtuðu yfir slaka Skagamenn í leik liðanna í 12. umferð. Þegar uppi var staðið höfðu Framarar skorað fjögur mörk án þess að heimamenn næðu að svara fyrir sig. Framarar, sem höfðu ekki unnið leik síðan gegn Víkingi í 1. umferðinni 16. maí, náðu þó ekki að komast upp úr bornsætinu en þessi sigur, sem var sá fyrsti á Akranesi síðan 1998, gefur liðinu þó byr undir báða vængi í botnbaráttunni sem framundan er. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru ekki upp á það allra besta á Akranesi í gærkvöld. Það var strekkingsvindur og hann olli því að liðin náðu ekki að halda boltanum innan liðsins og því var fátt um fína drætti framan af. Skagamenn voru miklu meira með boltann allan fyrri hálfleikinn, pressuðu stíft en komust lítt áleiðis gegn vel skipulögðum Frömurum sem spiluðu agaðan varnarleik og beittu stórhættulegum skyndisóknum með Andra Fannar Ottóson í fararbroffi. Úr einni slíkri fengu Framarar aukaspyrnu rétt utan teigs sem gaf Frömurum í kjölfarið vítaspyrnu eftir klafs og þvögu í vítateig Skagamanna. Úr henni skoraði Ríkharður Daðason og kom Frömurum yfir. Tæpum tíu mínútum síðar skoraði áðurnefndur Andri Fannar annað mark Framara, komst einn fyrri sofandi vörn Skagamanna og sendi boltann fallega framhjá Þórði Þórðarsyni, markverði Skagamanna. Í hálfleik var alltaf ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir Skagamenn því auk tveggja marka forystu Framara þurftu þeir að glíma við vindinn en ef vonarneisti heimamanna var einhver þá slökkti Heiðar Geir Júlíusson endanlega í honum strax í byrjun síðari hálfleiks. Heiðar Geir fékk boltann aleinn á markteig og skoraði af öryggi framhjá Þórði. Til að bæta gráu ofan á svart og fullkomna niðurlægingu heimamanna þá bætti Ríkharður Daðason við fjórða markinu með skoti úr teig eftir fallegan undirbúning Andra Fannars. Eftir þetta datt leikurinn algjörlega niður, Framarar sigldu af öryggi með stigin þrjú í höfn og fögnuðu gríðarlega mikilvægum en jafnframt fullkomlega verðskulduðum stigum. "Þessi frammistaða dæmir sig sjálf og það var kvöl og pína fyrir mig að horfa á mína menn í kvöld," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, sem var skiljanlega allt annað en sáttur við frammistöðu sinna manna sem var fyrir neðan allar hellur. "Ég held að menn ættu að hugsa um að hafa gaman af því að spila fótbolta - það var ekki raunin í dag," bætti Ólafur við. Það var annað hljóð í skrokknum þegar Fréttablaðið ræddi við nafna hans Kristjánsson, þjálfara Fram, sem stýrði sínum mönnum til sigurs í fyrsta sinn. "Úrslitin komu mér ekki á óvart því ég átti von á sigri. Ég er búinn að vinna mikið í því undanfarið að bæta varnarleikinn og skerpa sóknarleikinn og við uppskárum eftir því í dag." ÍA-Fram 0-4 0–1 Ríkharður Daðason, víti 25. 0–2 Andri Fannar Ottósson 34. 0–3 Heiðar Geir Júlíusson 46. 0–4 Ríkharður Daðason 51. Dómarinn Jóhannes Valgeirsson, í meðallagi Bestur á vellinum Andri Fannar Ottósson Fram Tölfræðin Skot (á mark) 10–9 (2–5) Horn 13–3 Aukaspyrnur fengnar 14–10 Rangstöður 8–3 Mjög Góðir Eggert Stefánsson Fram, Andri Fannar Ottósson Fram Góðir Haraldur Ingólfsson ÍA, Andrés Jónsson Fram, Gunnar Sigurðsson Fram, Gunnar Þór Gunnarsson Fram, Viðar Guðjónsson Fram, Heiðar Geir Júlíusson Fram og Ríkharður Daðason Fram. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir Of falleg saga til að vera ekki skrifað í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Sjá meira
Framarar vöknuðu heldur betur til lífsins á Akranesi í gærkvöld þegar þeir hreinlega völtuðu yfir slaka Skagamenn í leik liðanna í 12. umferð. Þegar uppi var staðið höfðu Framarar skorað fjögur mörk án þess að heimamenn næðu að svara fyrir sig. Framarar, sem höfðu ekki unnið leik síðan gegn Víkingi í 1. umferðinni 16. maí, náðu þó ekki að komast upp úr bornsætinu en þessi sigur, sem var sá fyrsti á Akranesi síðan 1998, gefur liðinu þó byr undir báða vængi í botnbaráttunni sem framundan er. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru ekki upp á það allra besta á Akranesi í gærkvöld. Það var strekkingsvindur og hann olli því að liðin náðu ekki að halda boltanum innan liðsins og því var fátt um fína drætti framan af. Skagamenn voru miklu meira með boltann allan fyrri hálfleikinn, pressuðu stíft en komust lítt áleiðis gegn vel skipulögðum Frömurum sem spiluðu agaðan varnarleik og beittu stórhættulegum skyndisóknum með Andra Fannar Ottóson í fararbroffi. Úr einni slíkri fengu Framarar aukaspyrnu rétt utan teigs sem gaf Frömurum í kjölfarið vítaspyrnu eftir klafs og þvögu í vítateig Skagamanna. Úr henni skoraði Ríkharður Daðason og kom Frömurum yfir. Tæpum tíu mínútum síðar skoraði áðurnefndur Andri Fannar annað mark Framara, komst einn fyrri sofandi vörn Skagamanna og sendi boltann fallega framhjá Þórði Þórðarsyni, markverði Skagamanna. Í hálfleik var alltaf ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir Skagamenn því auk tveggja marka forystu Framara þurftu þeir að glíma við vindinn en ef vonarneisti heimamanna var einhver þá slökkti Heiðar Geir Júlíusson endanlega í honum strax í byrjun síðari hálfleiks. Heiðar Geir fékk boltann aleinn á markteig og skoraði af öryggi framhjá Þórði. Til að bæta gráu ofan á svart og fullkomna niðurlægingu heimamanna þá bætti Ríkharður Daðason við fjórða markinu með skoti úr teig eftir fallegan undirbúning Andra Fannars. Eftir þetta datt leikurinn algjörlega niður, Framarar sigldu af öryggi með stigin þrjú í höfn og fögnuðu gríðarlega mikilvægum en jafnframt fullkomlega verðskulduðum stigum. "Þessi frammistaða dæmir sig sjálf og það var kvöl og pína fyrir mig að horfa á mína menn í kvöld," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, sem var skiljanlega allt annað en sáttur við frammistöðu sinna manna sem var fyrir neðan allar hellur. "Ég held að menn ættu að hugsa um að hafa gaman af því að spila fótbolta - það var ekki raunin í dag," bætti Ólafur við. Það var annað hljóð í skrokknum þegar Fréttablaðið ræddi við nafna hans Kristjánsson, þjálfara Fram, sem stýrði sínum mönnum til sigurs í fyrsta sinn. "Úrslitin komu mér ekki á óvart því ég átti von á sigri. Ég er búinn að vinna mikið í því undanfarið að bæta varnarleikinn og skerpa sóknarleikinn og við uppskárum eftir því í dag." ÍA-Fram 0-4 0–1 Ríkharður Daðason, víti 25. 0–2 Andri Fannar Ottósson 34. 0–3 Heiðar Geir Júlíusson 46. 0–4 Ríkharður Daðason 51. Dómarinn Jóhannes Valgeirsson, í meðallagi Bestur á vellinum Andri Fannar Ottósson Fram Tölfræðin Skot (á mark) 10–9 (2–5) Horn 13–3 Aukaspyrnur fengnar 14–10 Rangstöður 8–3 Mjög Góðir Eggert Stefánsson Fram, Andri Fannar Ottósson Fram Góðir Haraldur Ingólfsson ÍA, Andrés Jónsson Fram, Gunnar Sigurðsson Fram, Gunnar Þór Gunnarsson Fram, Viðar Guðjónsson Fram, Heiðar Geir Júlíusson Fram og Ríkharður Daðason Fram.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir Of falleg saga til að vera ekki skrifað í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Sjá meira