Sport

Jafntefli hjá Íslendingum og Dönum

Íslendingar og Danir gerðu 1-1 jafntefli á Opna Norðurlandamóti kvenna í knattspyrnu á Akureyri í dag. Erla Arnardóttir skoraði mark íslenska liðsins sem hefur gert jafntefli í báðum leikjum sínum en á föstudaginn gerði liðið 1-1 jafntefli við Englendinga. Í hinum leik A-riðilsins hafði Svíþjóð betur gegn Englandi, 1-0. Svíar eru í forystu með 6 stig, Íslendingar hafa 2 og Danir og Englendingar 1 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×