Sport

Tveir spænskir til Liverpool

Tveir spænskir leikmenn til viðbótar eru á leið til enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Leikmennirnir eru þeir Xabi Alonso, sem leikið hefur með Real Sociedad og Luis Garcia, sem kemur frá Barcelona. Kaupin á leikmönnunum hafa enn ekki verið staðfest af hálfu Liverpool, en hins vegar hafa spænsku félögin bæði lýst því yfir að samningar hafi náðst og leikmennirnir eigi einungis eftir að gangast undir læknisskoðun. Alonso, sem er firnasterkur miðjumaður, kostar ríflega 10 milljonir sterlingspunda, en Garcia, sem er framherji kostar sex milljónir punda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×