Ég er partur af liðinu - Jón Arnór 18. september 2004 00:01 Íslenska körfuboltalandsliðið spilar einn mikilvægasta leik sinn í langan tíma þegar það fær Rúmena í heimsókn til Keflavíkur í dag. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og er búist við troðfullu húsi á Sunnubrautinni endað margt fyrir augað í þessum leik. Leikurinn er annar leikur íslenska liðsins í sínum riðli í b-hluta Evrópumótsins og ætli liðið að ná markmiðið sínum, að verða a-þjóð, verður þessi leikur að vinnast. Danir hafa unnið báða leiki sína í riðlinum og bæði lið Íslands og Rúmena mæta til leiks með tap á bakinu. Íslenska liðið byrjaði frábærlega gegn Dönum en hélt ekki út leikinn og Danir unnu leikinn að lokum með tíu stigum. Það er full ástæða fyrir körfuboltaáhugamenn að fjölmenna á leikinn, íslenska liðið þarf nauðsynlega liðsstyrk af pöllunum í leiknum og þá er í liði Íslands leikmaður sem spilar ekki á hverjum degi hér landi, fyrrverandi leikmaður NBA-liðsins Dallas Mavericks, Jón Arnór Stefánsson. Jón Arnór, sem leikur nú með Dynamo St. Petersburg, þarf vart að kynna fyrir íslenskum körfuboltunnendum. Dvöl hans hjá Dallas Mavericks síðastliðinn vetur vakti verðskuldaða athygli hér á landi þó svo að hann hafi ekki fengið að spreyta sig með liðinu. Hann færði sig um set til Rússlands, sem var skref upp á við. Íslendingum gefst tækifæri á að sjá Jón spila með landsliðinu gegn Rúmenum í Keflavík í dag og má búast við að múgur og margmenni leggi leið sína suður eftir til að sjá hann leika listir sínar. Jón var nýkominn til landsins eftir glæsilegan sigur sinna manna á Barcelona, 89-83, þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Okkar maður skoraði 13 stig, tók 5 fráköst og gaf tvær stoðsendingar í leiknum. Leikurinn gegn Rúmenum leggst vel í Jón, sem segist tilbúinn í slaginn. „Þetta leggst vel í mig. Ég fór á fyrstu æfinguna á föstudaginn, sem var gott til að hressa aðeins upp á þetta. Við mætum í þennan leik til að vinna, það er engin spurning,“ sagði Jón. Óheppnir gegn Dönum "Við hittum úr öllu í byrjun, fengum einhverja dóma með okkur, vorum stálheppnir og spiluðum ágætis vörn. Það gekk allt með okkur. En eins og flest góð lið komu Danir til baka og við höndluðum það ekki. Byrjuðum að klikka úr skotunum og gátum ekki haldið í þá. Þannig tapaðist leikurinn. Við tökum á þeim í heimaleiknum.Við ætlum að einbeita okkur að því sem við erum að gera. Erum ekkert að stressa okkur á þeirra leik. Við ætlum ekkert að fara yfir þeirra taktík eða neitt svoleiðis. Við spilum bara okkar bolta og hugsum ekkert um hvað þeir ætla að gera. Þá á þetta að ganga.“ Stelpurnar mæta á völlinn Þegar Fréttablaðið þjarmar að Jóni hvort hann höndli pressuna sem fylgir því að vera stærsta nafn körfuboltans á Íslandi tekur hann því með stóískri ró. "Maður finnur fyrir smápressu og svo koma náttúrlega stelpurnar og kíkja á mann gegn Rúmenum," segir Jón og hlær. ìÉg er ekkert að fara að vinna þetta einn eða gera einhverjar rósir. Ég er partur af liðinu og það væri tómt rugl ef ég væri að fara að gera allt. Við félagarnir treystum hver öðrum og erum ekkert að stressa okkur á einstaklingsframtakinu.“ Landsleikur Íslendinga og Rúmena fer fram í íþróttahúsinu í Keflavík í dag kl. 16. Íþróttir Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið spilar einn mikilvægasta leik sinn í langan tíma þegar það fær Rúmena í heimsókn til Keflavíkur í dag. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og er búist við troðfullu húsi á Sunnubrautinni endað margt fyrir augað í þessum leik. Leikurinn er annar leikur íslenska liðsins í sínum riðli í b-hluta Evrópumótsins og ætli liðið að ná markmiðið sínum, að verða a-þjóð, verður þessi leikur að vinnast. Danir hafa unnið báða leiki sína í riðlinum og bæði lið Íslands og Rúmena mæta til leiks með tap á bakinu. Íslenska liðið byrjaði frábærlega gegn Dönum en hélt ekki út leikinn og Danir unnu leikinn að lokum með tíu stigum. Það er full ástæða fyrir körfuboltaáhugamenn að fjölmenna á leikinn, íslenska liðið þarf nauðsynlega liðsstyrk af pöllunum í leiknum og þá er í liði Íslands leikmaður sem spilar ekki á hverjum degi hér landi, fyrrverandi leikmaður NBA-liðsins Dallas Mavericks, Jón Arnór Stefánsson. Jón Arnór, sem leikur nú með Dynamo St. Petersburg, þarf vart að kynna fyrir íslenskum körfuboltunnendum. Dvöl hans hjá Dallas Mavericks síðastliðinn vetur vakti verðskuldaða athygli hér á landi þó svo að hann hafi ekki fengið að spreyta sig með liðinu. Hann færði sig um set til Rússlands, sem var skref upp á við. Íslendingum gefst tækifæri á að sjá Jón spila með landsliðinu gegn Rúmenum í Keflavík í dag og má búast við að múgur og margmenni leggi leið sína suður eftir til að sjá hann leika listir sínar. Jón var nýkominn til landsins eftir glæsilegan sigur sinna manna á Barcelona, 89-83, þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Okkar maður skoraði 13 stig, tók 5 fráköst og gaf tvær stoðsendingar í leiknum. Leikurinn gegn Rúmenum leggst vel í Jón, sem segist tilbúinn í slaginn. „Þetta leggst vel í mig. Ég fór á fyrstu æfinguna á föstudaginn, sem var gott til að hressa aðeins upp á þetta. Við mætum í þennan leik til að vinna, það er engin spurning,“ sagði Jón. Óheppnir gegn Dönum "Við hittum úr öllu í byrjun, fengum einhverja dóma með okkur, vorum stálheppnir og spiluðum ágætis vörn. Það gekk allt með okkur. En eins og flest góð lið komu Danir til baka og við höndluðum það ekki. Byrjuðum að klikka úr skotunum og gátum ekki haldið í þá. Þannig tapaðist leikurinn. Við tökum á þeim í heimaleiknum.Við ætlum að einbeita okkur að því sem við erum að gera. Erum ekkert að stressa okkur á þeirra leik. Við ætlum ekkert að fara yfir þeirra taktík eða neitt svoleiðis. Við spilum bara okkar bolta og hugsum ekkert um hvað þeir ætla að gera. Þá á þetta að ganga.“ Stelpurnar mæta á völlinn Þegar Fréttablaðið þjarmar að Jóni hvort hann höndli pressuna sem fylgir því að vera stærsta nafn körfuboltans á Íslandi tekur hann því með stóískri ró. "Maður finnur fyrir smápressu og svo koma náttúrlega stelpurnar og kíkja á mann gegn Rúmenum," segir Jón og hlær. ìÉg er ekkert að fara að vinna þetta einn eða gera einhverjar rósir. Ég er partur af liðinu og það væri tómt rugl ef ég væri að fara að gera allt. Við félagarnir treystum hver öðrum og erum ekkert að stressa okkur á einstaklingsframtakinu.“ Landsleikur Íslendinga og Rúmena fer fram í íþróttahúsinu í Keflavík í dag kl. 16.
Íþróttir Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sjá meira