Anelka bjargaði Keegan 18. september 2004 00:01 Tvö mörk Frakkans Nicolas Anelka á tíu mínútna kafla tryggðu Manchester City sigur á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær og léttu jafnframt á pressunni á stjóranum Kevin Keegan, sem átti á hættu að vera rekinn færi leikurinn illa. „Ég er öruggur í eina viku til viðbótar að minnsta kosti en það eru erfiðir leikir fram undan og því er pressan fljót að koma aftur. Nú er bara að sjá hvort þið fjölmiðlamenn gefið okkur smáfrið, keyrið sirkusinn ykkar í aðra borg og beinið sviðsljósinu á eitthvað annað manngrey sem fær þá að ganga í gengum það sem ég hef gengið í gengum þessa vikuna,“ sagði Keegan eftir leikinn. Mark Hughes byrjar vel með Blackburn en liðið vann Portsmouth 1-0 í fyrsta leik Walesverjans með liðið. Það var Matt Jansen sem skoraði sigurmarkið fimmtán mínútum fyrir leikslok en Hughes hafði áður sent hann inn á sem varamann. „Það hefur mikið reynt á leikmennina, sem hafa þurft að bíða í tíu daga eftir því að vita hver tæki við, þannig að það var mjög mikilvægt fyrir liðið að byrja vel og ná í þessi þrjú stig. Það var frábært fyrir Matt að skora, hann hefur gengið í gegnum erfiða tíma að undanförnu. Hann þarf á sjálfstrausti að halda og sigurmark í leik sem þessum ætti að hjálpa þar til,“ sagði Hughes eftir leikinn. 19 leikmenn inná í lokin Það var mikið fjör í leik Fulham og West Brom sem endaði með 1-1 jafntefli en með aðeins 19 mönnum inni á vellinum. Andy Cole var bæði hetja og skúrkur Fulham því hann kom liðinu yfir 18 mínútum fyrir leikslok þegar Fulham-menn voru orðnir manni færri en var síðan rekinn af velli tólf mínútum síðar ásamt Neil Clement, leikmanni West Brom. Það var Nígeríumaðurinn Nwankwo Kanu sem tryggði nýliðum West Brom fjórða jafnteflið í sex leikjum þegar hann jafnaði tveimur mínútum fyrir leikslok. Bolton varð fyrsta liðið sem nær stigi af meisturum Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í vetur en liðin gerðu 2-2 jafntefli á Highbury í gær. Það var Daninn Henrik Pedersen sem tryggði Bolton stig þegar hann jafnaði fimm mínútum fyrir leikslok. „Ég er himinlifandi með þessi úrslit en ég fór að hafa áhyggjur á tíma í seinni hálfleik þegar við virtumst ekki ætla að nýta okkur að hitta á Arsenal-liðið á slæmum degi,“ sagði Sam Allardyce, stjóri Bolton, en hann getur verið ánægður með sína menn sem eru taplausir og náð fimm stigum út úr síðustu þremur leikjum sínum, gegn Liverpool, Manchester United og Arsenal. „Liðið hefur komist glæsilega í gegnum þessa leiki. Strákarnir eru að spila vel og ég sef rólegar á föstudagsnóttum en oft áður.“ Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ekki ánægður með vörnina sína. „Við fundum ekki okkar vanalega leik í dag. Þeir áttu þetta skilið en það var súrt fyrir okkur að missa tvisvar niður forustuna. Varnarmenn mínir virkuðu sofandi og einfaldir í mörkunum þeirra en vandamálin eru liðsins en ekki einstakra leikmanna,“ sagði Wenger eftir leikinn. Úrslit og markaskorarar:Arsenal–Bolton 2–2 1–0 Henry (31.), 1–1 Jaidi (63.), 2–1 Pires (66.), 2–2 Pedersen (85.) Birmingham–Charlton 1–1 0–1 Young (49.), 1–1 Yorke (68.). Blackburn–Portsmouth 1–0 1–0 Jansen (75.) Crystal Palace– Man. City 1–2 0–1 Anelka (55.), 0–2 Anelka, víti (64.), 1–2 Johnson, víti (77.) Norwich–Aston Villa 0–0West Brom–Fulham 1–1 0–1 Cole (72.), 1–1 Kanu (88.). Leikir dagsins í dag: Southampton–Newcastle Kl. 13.00 Everton–Middlesbrough Kl. 14.00 Chelsea–Tottenham Kl. 15.05 Leikur á morgun: Man. Utd.–Liverpool Kl. 19.00 Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Sjá meira
Tvö mörk Frakkans Nicolas Anelka á tíu mínútna kafla tryggðu Manchester City sigur á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær og léttu jafnframt á pressunni á stjóranum Kevin Keegan, sem átti á hættu að vera rekinn færi leikurinn illa. „Ég er öruggur í eina viku til viðbótar að minnsta kosti en það eru erfiðir leikir fram undan og því er pressan fljót að koma aftur. Nú er bara að sjá hvort þið fjölmiðlamenn gefið okkur smáfrið, keyrið sirkusinn ykkar í aðra borg og beinið sviðsljósinu á eitthvað annað manngrey sem fær þá að ganga í gengum það sem ég hef gengið í gengum þessa vikuna,“ sagði Keegan eftir leikinn. Mark Hughes byrjar vel með Blackburn en liðið vann Portsmouth 1-0 í fyrsta leik Walesverjans með liðið. Það var Matt Jansen sem skoraði sigurmarkið fimmtán mínútum fyrir leikslok en Hughes hafði áður sent hann inn á sem varamann. „Það hefur mikið reynt á leikmennina, sem hafa þurft að bíða í tíu daga eftir því að vita hver tæki við, þannig að það var mjög mikilvægt fyrir liðið að byrja vel og ná í þessi þrjú stig. Það var frábært fyrir Matt að skora, hann hefur gengið í gegnum erfiða tíma að undanförnu. Hann þarf á sjálfstrausti að halda og sigurmark í leik sem þessum ætti að hjálpa þar til,“ sagði Hughes eftir leikinn. 19 leikmenn inná í lokin Það var mikið fjör í leik Fulham og West Brom sem endaði með 1-1 jafntefli en með aðeins 19 mönnum inni á vellinum. Andy Cole var bæði hetja og skúrkur Fulham því hann kom liðinu yfir 18 mínútum fyrir leikslok þegar Fulham-menn voru orðnir manni færri en var síðan rekinn af velli tólf mínútum síðar ásamt Neil Clement, leikmanni West Brom. Það var Nígeríumaðurinn Nwankwo Kanu sem tryggði nýliðum West Brom fjórða jafnteflið í sex leikjum þegar hann jafnaði tveimur mínútum fyrir leikslok. Bolton varð fyrsta liðið sem nær stigi af meisturum Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í vetur en liðin gerðu 2-2 jafntefli á Highbury í gær. Það var Daninn Henrik Pedersen sem tryggði Bolton stig þegar hann jafnaði fimm mínútum fyrir leikslok. „Ég er himinlifandi með þessi úrslit en ég fór að hafa áhyggjur á tíma í seinni hálfleik þegar við virtumst ekki ætla að nýta okkur að hitta á Arsenal-liðið á slæmum degi,“ sagði Sam Allardyce, stjóri Bolton, en hann getur verið ánægður með sína menn sem eru taplausir og náð fimm stigum út úr síðustu þremur leikjum sínum, gegn Liverpool, Manchester United og Arsenal. „Liðið hefur komist glæsilega í gegnum þessa leiki. Strákarnir eru að spila vel og ég sef rólegar á föstudagsnóttum en oft áður.“ Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ekki ánægður með vörnina sína. „Við fundum ekki okkar vanalega leik í dag. Þeir áttu þetta skilið en það var súrt fyrir okkur að missa tvisvar niður forustuna. Varnarmenn mínir virkuðu sofandi og einfaldir í mörkunum þeirra en vandamálin eru liðsins en ekki einstakra leikmanna,“ sagði Wenger eftir leikinn. Úrslit og markaskorarar:Arsenal–Bolton 2–2 1–0 Henry (31.), 1–1 Jaidi (63.), 2–1 Pires (66.), 2–2 Pedersen (85.) Birmingham–Charlton 1–1 0–1 Young (49.), 1–1 Yorke (68.). Blackburn–Portsmouth 1–0 1–0 Jansen (75.) Crystal Palace– Man. City 1–2 0–1 Anelka (55.), 0–2 Anelka, víti (64.), 1–2 Johnson, víti (77.) Norwich–Aston Villa 0–0West Brom–Fulham 1–1 0–1 Cole (72.), 1–1 Kanu (88.). Leikir dagsins í dag: Southampton–Newcastle Kl. 13.00 Everton–Middlesbrough Kl. 14.00 Chelsea–Tottenham Kl. 15.05 Leikur á morgun: Man. Utd.–Liverpool Kl. 19.00
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Sjá meira