Sport

Sigurganga Arsenal á enda

Og sigurganga Arsenal er á enda í bili, því að leikmenn Bolton náðu að halda jöfnu á Highbury, heimavelli Arsenal, í dag. Arsenal komust tvívegis yfir í leiknum með mörkum frá Thierry Henry og Robert Pires, en Boltonmenn náðu í bæði skiptin að jafna, með mörkum frá Túnismanninum Rahdi Jaidi og Dananum Henrik Pedersen. Önnur úrslit í ensku knattspyrnunni í dag voru þau að Birmingham og CHarlton skildu jöfn með einu marki gegn einu, Blackburn sigraði Pourtsmouth með einu marki gegn engu, Manchester city sigraði lið Crystal Palace tvö eitt, Norwich og Aston Villa gerðu markalaust jafntefli og West Bromwich Albion og Fulham skoruðu sitt markið hvort í jafnteflisleik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×