Sport

Arsenal vann með varaliðinu

Arsenal sigraði Manchester City 2-1 í enska deildarbikarnum en Arsenal tefldi fram varaliði sínu í leiknum. Chelsea lagði West Ham 1-0 þar sem Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður síðustu tíu mínútur leiksins. Óeirðarlögreglan þurfti að hafa afskipti af stuðningsmönnum West Ham sem köstuðu smápeningi í markaskorarann Mateja Kezman. Alls voru ellefu fótboltabullur handteknar. Fulham sigraði Birmingham 1-0, Newcastle sigraði Norwich 2-1, Southampton vann Colchester 3-2, Hermann Hreiðarsson skoraði fyrir Charlton sem tapaði fyrir Crystal Palace 1-2, Everton sigraði Preston 2-0 og Bjarni Guðjónsson var í liði Coventry sem tapaði fyrir Middlesbrough 3-0. Í fjórðu umferð deildarbikarsins mætast Chelsea og Newcastle, Liverpool tekur á móti Middlesbrough, Man. Utd. mætir Crystal Palce, Arsenal mætir Everton, Burnley fær Tottenham í heimsókn, Nottingham Forest mætir Fulham, Heiðar Helguson og Brynjar Björn Gunnarsson og félagar í Watford mæta Souhampton og Cardiff tekst á við Portsmouth. Leikið verður 9. og 10. nóvember.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×