Sport

Sven-Göran að taka við Madrid?

Sú saga gengur fjöllum hærra að Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, muni taka við stórliði Real Madrid. Eriksson er hátt metinn af forráðamönnum félagsins og efstur á óskalista þeirra sem arftaki Jose Antonio Camacho sem sagði starfi sínu lausu eftir slæmt gengi liðsins. Einhverjir samstarfsörðugleikar hafa verið milli Eriksson og enska knattspyrnusambandsins og gæti tilboð frá Madrid-mönnum orðið til þess að Svíinn knái hugsi sig til hreyfings. Fari svo að Eriksson taki við Madrid, hittir hann fyrir félaga sína úr enska landsliðinu, þá David Beckham, Jonathan Woodgate og Michael Owen.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×