Sport

Chelsea komið á toppinn

Nýju erlendu stjórarnir stýrðu sínum liðum til sigurs í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær þegar Chelsea, Liverpool og Tottenham unnu öll nauma sigra á mótherjum sínum. Liverpool vann fyrsta heimaleikinn undir stjórn Rafaels Benitez, en Milan Baros og Steven Gerrard lögðu upp mörk fyrir hvorn annan eftir að Nicolas Anelka hafði nýtt sér skelfileg mistök Jerzy Dudek til að koma Manchester City yfir á lokamínútu fyrri hálfleiksins. Andy Cole byrjar vel með Fulham og skoraði bæði mörk liðsins í sigri á toppliði Bolton, sem kom snögglega niður á jörðina eftir stóran sigur í fyrstu umferð. Fulham lék á ný á „sínum“ heimavelli eftir tveggja ára fjarveru. Eiður Smári Guðjohnsen lék bara fyrri hálfleikinn með Chelsea gegn Birmingham. Joe Cole kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og fimm mínútum síðar var hann búinn að skora sigurmarkið í leiknum. Chelsea hefur þar með undir stjórn Jose Mourinho unnið tvo fyrstu leiki sína með einu marki gegn engu. Everton vann góðan sigur á Crystal Palace á útivelli og Tottenham tók öll stigin frá Newcastle á St. James Park. Vafasamt víti réði úrslitum í leik Southampton og Blackburn James Beattie fékk það og tók sjálfur og tryggði þannig Southampton 3-2 sigur á heimavelli eftir að hafa lent 1–2 undir í leiknum. Alan Smith var allt í öllu hjá Manchester United sem vann fyrsta heimaleik sinn þegar liðið lagði nýliða Norwich að velli, 2–1. Fyrrum Leedsarinn Smith lagði upp fyrra markið og skoraði það seinna. Úrslit og markaskorarar:Southampton–Blackburn 3–2 1–0 Phillips (32.), 1–1 Fergusson (49.), 1–2 Dickov (67.), 2–2 Svensson (73.), 3-2 Beattie, víti (90.). Birmingham–Chelsea 0–1 0–1 Cole (76.). Charlton–Portsmouth 2–1 1–0 Euell (23.), 1–1 Berger (53.), 2–1 sjálfsmark (87.). Crystal Palace–Everton 1–3 1–0 Hudson (9.), 1-1 Gravesen, víti (19.), 1–2 Gravesen (62.), 1–3 Bent (82.). Fulham–Bolton 2–0 1–0 Cole (5.), 2–0 Cole (82.). Liverpool–Man. City 2–1 0–1 Anelka (45.), 1–1 Baros (48.), 2–1 Gerrard (75.). Newcastle–Tottenham 0–1 0–1 Atouba (51.). Man. Utd.–Norwich 2–1 1–0 Bellion (32.), 2–0 Smith (49.), 2–1 McVeigh (75.) Leikir dagsins í dag: WBA–Aston Villa Kl. 12.00 Arsenal–Middlesbrough Kl. 15.05



Fleiri fréttir

Sjá meira


×