Sport

Guðmundur Stephensen byrjar vel

Íslandsmeistarinn í borðtennis, Guðmundur E. Stephensen, sem leikur í vetur með Svíþjóðameisturum Malmö, byrjar keppnistímabilið vel. Guðmundur vann opna Malmö-mótið í borðtennis í gær en á mótinu kepptu allir sterkustu leikmenn úrvalsdeildar Svíþjóðar.Guðmundur vann danska landsliðsmanninn Monrad Martin í undanúrslitum, 4–3, og vann síðan úrslitaleikinn gegn Svíanum Matthias Stenberg, 4–3 og sýndi að hann getur unnið hvern sem er á góðum degi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×