Innlent

3800 tóku þátt í Maraþoni

Um 3.800 manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni, sem enn stendur yfir í miðborg Reykjavíkur. Hlaupið hófst klukkan ellefu í morgun en ekki er búist við síðustu keppendum í mark fyrr en síðar í dag. Svíinn Maus Höine kom fyrstur í mark í maraþonhlaupi karla og hljóp hann 42 kílómetrana á 2 klst. 26 mínútum og 34 sekúndum. Bandaríska konan Kate Davis sigraði í maraþonhlaupi kvenna á tímanum 2 klst. 59 mínútur og 51 sekúnda. Fyrstur Íslendinga í mark var Steinn Jóhannsson á 2 klst og 57 mínútum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×