400 sveinar á götum Edinborgar
Tæplega fjögur hundruð jólasveinar hlupu um götur Edinborgar í dag í fjáröflunarskyni fyrir langveik börn. Fyrir söfnunarféð verður farið með börnin í ferðalag að heimsækja jólasveina. Það má þó fastlega reikna með að flestir þessara skeggjuðu hlaupandi manna séu gervijólasveinar, því eins og allir vita eru jólasveinarnir aðeins þrettán talsins.