Breiðablik vann 4. flokk karla 6. september 2004 00:01 Það vantaði ekki mörkin í úrslitaleik 4. flokks karla í knattspyrnu sem fram fór fyrir helgi á Valbjarnarvellinum í Laugardal því alls urðu þau ellefu, 3 í fyrri hálfleik og átta í seinni hálfleik. Breiðablik vann Aftureldingu í þessum magnaða úrslitaleik, 8-3. Reyndar var þessi markaveisla undir meðaltali því Breiðablk vann leik liðanna í Faxaflóamótinu, 8-6, og það er því greinilega nóg skorað í leikjum þessara liða. Fjórir Blikar náðu að skora tvennu í úrslitaleiknum því þeir Jóhann B. Guðmundsson, Viktor Unnar Illugason, Kristinn Steindórsson og Arnar Pétursson voru allir á skotskónum hjá Breiðabliki og Arnar skoraði sína tvennu eftir að hafa komið inn á sem varamaður en hann er á yngra ári í flokknum. Jóhann skoraði fyrsta markið eftir aðeins 45 sekúndur og var mjög ógnandi í sóknarleik liðsins en Blikar skoruðu alls 27 mörk í fjórum leikjum úrslitakeppninnar. „Við lærðum mikið á síðasta ári. Þá fór liðið í ævintýraferð til Englands um sumarið þar sem þeir mættu liðum eins og Chelsea og Tottenham og þá má segja að liðið hafi toppað þar. Eftir ferðina var ákveðið spennufall í liðinu og strákarnir urðu síðan að sætta sig við silfrið eftir tap í úrslitaleik við Skagamenn. Strax í búningsklefanum eftir leik ákváðu strákarnir sem urðu áfram í flokknum að geyma þá tilfinningu og mæta tvíefldir til leiks á næsta ári sem og þeir gerðu og nú kom gullið,“ sagði Úlfar Hinriksson annar þjálfara Breiðabliks. Sigursælir strákar Þetta eru sigursælir strákar sem eru í Breiðabliksliðinu því þegar 1990 og 1991 árgangarnir hafa verið saman í 6., 5. og 4. flokki hefur Íslandsmeistaratitillinn alltaf komið í Smárann. „Þeir þrífast á því að vera númer eitt og eru tilbúnir að leggja mikið á sig til að svo verði,“ bætir Úlfar við, hann þjálfaði liðið nú annað sumarið í röð. Hilmar Ægisson skoraði tvö mörk fyrir Aftureldingu og Örn Ingi Bjarkason skoraði eitt en staðan var 3-2 fyrir Breiðablik þegar Mosfellingar misstu mann af velli með rautt spjald. Afturelding lék manni færri síðustu 46 mínútur leiksins og Blikar skoruðu fimm mörk gegn einu á þeim tíma. Mosfellingar voru taplausir á Íslandsmótinu fyrir úrslitaleikinn, í 12 leikjum, en þeir réðu ekki við Blika í því meistaraformi sem þeir voru í í úrslitakeppninni. „Þetta kom allt þegar strákarnir tóku boltann niður og fóru að spila fótbolta. Afturelding er með ágætislið en þeir réðu ekki við okkar stráka þegar þeir fundu sína spilamennsku,“ sagði Úlfar en hann og Vilhjálmur Haraldsson þjálfa strákana en það sýnir kannski breidd og styrk liðsins að B-liðið komst einnig inn í úrslitakeppnina þar sem þeir urðu reyndar að sætta sig meðal annars við 0-11 tap fyrir A-liðinu sem tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á sannfærandi hátt. Áhersla á heildina „Við höfum alltaf lagt áherslu á heildina þó það komi aðeins niður á bestu einstaklingunum. Ég tel að í þessum flokki séu 30 strákar sem geta allir orðið ágætisleikmenn í meistaraflokki,“ segir Úlfar en hann veit jafnframt að það er langt á milli þess að vera góður í yngstu flokkunum og verða að alvöru leikmanni. „Nú er fyrst alvaran að byrja hjá þessum strákum. Næstu fjögur ár ráða öllu um hvernig fótboltamenn þessir strákar verða og það er mikill munur á því að vera barnastjarna og svo efnilegur meistaraflokksmaður,“ sagði Úlfar að lokum og beinir skilaboðunum eflaust til sinna stráka sem mega ekki slaka á í æfingum og áhuga ætli þeir sér alla leið í boltanum. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Sjá meira
Það vantaði ekki mörkin í úrslitaleik 4. flokks karla í knattspyrnu sem fram fór fyrir helgi á Valbjarnarvellinum í Laugardal því alls urðu þau ellefu, 3 í fyrri hálfleik og átta í seinni hálfleik. Breiðablik vann Aftureldingu í þessum magnaða úrslitaleik, 8-3. Reyndar var þessi markaveisla undir meðaltali því Breiðablk vann leik liðanna í Faxaflóamótinu, 8-6, og það er því greinilega nóg skorað í leikjum þessara liða. Fjórir Blikar náðu að skora tvennu í úrslitaleiknum því þeir Jóhann B. Guðmundsson, Viktor Unnar Illugason, Kristinn Steindórsson og Arnar Pétursson voru allir á skotskónum hjá Breiðabliki og Arnar skoraði sína tvennu eftir að hafa komið inn á sem varamaður en hann er á yngra ári í flokknum. Jóhann skoraði fyrsta markið eftir aðeins 45 sekúndur og var mjög ógnandi í sóknarleik liðsins en Blikar skoruðu alls 27 mörk í fjórum leikjum úrslitakeppninnar. „Við lærðum mikið á síðasta ári. Þá fór liðið í ævintýraferð til Englands um sumarið þar sem þeir mættu liðum eins og Chelsea og Tottenham og þá má segja að liðið hafi toppað þar. Eftir ferðina var ákveðið spennufall í liðinu og strákarnir urðu síðan að sætta sig við silfrið eftir tap í úrslitaleik við Skagamenn. Strax í búningsklefanum eftir leik ákváðu strákarnir sem urðu áfram í flokknum að geyma þá tilfinningu og mæta tvíefldir til leiks á næsta ári sem og þeir gerðu og nú kom gullið,“ sagði Úlfar Hinriksson annar þjálfara Breiðabliks. Sigursælir strákar Þetta eru sigursælir strákar sem eru í Breiðabliksliðinu því þegar 1990 og 1991 árgangarnir hafa verið saman í 6., 5. og 4. flokki hefur Íslandsmeistaratitillinn alltaf komið í Smárann. „Þeir þrífast á því að vera númer eitt og eru tilbúnir að leggja mikið á sig til að svo verði,“ bætir Úlfar við, hann þjálfaði liðið nú annað sumarið í röð. Hilmar Ægisson skoraði tvö mörk fyrir Aftureldingu og Örn Ingi Bjarkason skoraði eitt en staðan var 3-2 fyrir Breiðablik þegar Mosfellingar misstu mann af velli með rautt spjald. Afturelding lék manni færri síðustu 46 mínútur leiksins og Blikar skoruðu fimm mörk gegn einu á þeim tíma. Mosfellingar voru taplausir á Íslandsmótinu fyrir úrslitaleikinn, í 12 leikjum, en þeir réðu ekki við Blika í því meistaraformi sem þeir voru í í úrslitakeppninni. „Þetta kom allt þegar strákarnir tóku boltann niður og fóru að spila fótbolta. Afturelding er með ágætislið en þeir réðu ekki við okkar stráka þegar þeir fundu sína spilamennsku,“ sagði Úlfar en hann og Vilhjálmur Haraldsson þjálfa strákana en það sýnir kannski breidd og styrk liðsins að B-liðið komst einnig inn í úrslitakeppnina þar sem þeir urðu reyndar að sætta sig meðal annars við 0-11 tap fyrir A-liðinu sem tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á sannfærandi hátt. Áhersla á heildina „Við höfum alltaf lagt áherslu á heildina þó það komi aðeins niður á bestu einstaklingunum. Ég tel að í þessum flokki séu 30 strákar sem geta allir orðið ágætisleikmenn í meistaraflokki,“ segir Úlfar en hann veit jafnframt að það er langt á milli þess að vera góður í yngstu flokkunum og verða að alvöru leikmanni. „Nú er fyrst alvaran að byrja hjá þessum strákum. Næstu fjögur ár ráða öllu um hvernig fótboltamenn þessir strákar verða og það er mikill munur á því að vera barnastjarna og svo efnilegur meistaraflokksmaður,“ sagði Úlfar að lokum og beinir skilaboðunum eflaust til sinna stráka sem mega ekki slaka á í æfingum og áhuga ætli þeir sér alla leið í boltanum.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Sjá meira