Sport

Lizarazu óánægður með sitt lið

Bixente Lizarazu, leikmaður núverandi Evrópumeistara Frakka, segir að lið sitt sé ekki líklegt til afreka á EM í Portúgal eftir tvo slaka leiki. "Við erum svo langt frá því að sýna okkar rétta andlit að það er ekki hægt að telja okkur líklega sigurveigara í þessari keppni," segir Lizarazu og hefur hann beðið Jaques Santini, þjálfara liðsins, um að gera allt sem í hans valdi stendur til að breyta hugarfari leikmanna. "Það er kominn tími til að við viðurkennum það að við eigum í vandræðum. Þau þarf að laga og við leikmennirnir þurfum að líta í eigin barm. Við verðum að geta gagnrýnt sjálfa okkur," sagði hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×