Erlent

75 prósent Súmötru í rúst

Þrír fjórðu hlutar strandlengjunnar á eyjunni Súmötru í Indónesíu eru í rúst og nokkrir bæir jöfnuðust við jörðu í jarðskjálftanum og flóðbylgjunni á sunnudag að sögn talsmanna indónesíska hersins. Víða á eyjunni er fólk einangrað og hefur ekki fengið neyðaraðstoð síðan hörmungarnar dundu yfir. Fréttamenn AP fréttastofunnar flugu yfir eyjuna og segja að sumir bæir séu á kafi í aur og sjó og þökin séu farin af flestum húsanna. Í fiskiþorpinu Meulaboh á Súmötru bjuggu um 40 þúsund manns en þegar hafa fundist rúmlega þrjú þúsund lík og er búist við að talan muni fara upp í tíu þúsund.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×