Sport

Gull og silfur í Aþenu

Ísland fékk tvö verðlaun á ólympíumóti fatlaðra í Aþenu í gær og hefur nú unnið til þriggja verðlauna. Kristín Rós Hákonardóttir sigraði og setti heimsmet í 100 metra baksundi í sínum flokki Hún kom í mark á einni mínútu 25,56 sekúndum og bætti eigið heims- og ólympíumet um 27 hundraðshluta úr sekúndu. Þetta eru fyrstu gullverðlaun Kristínar Rósar á mótinu en hún vann silfurverðlaun í 100 metra bringusundi í gær. Jón Oddur Halldórsson varð síðan annar í úrslitum í 100 metra hlaupi í flokki T-35 á Ólympíumóti fatlaðra í Aþenu í kvöld. Hann kom í mark á 13,36 sekúndum sem er 6 hundraðshlutum frá Íslandsmetinu sem hann setti í undanrásunum í gær. Teboho Mokgalagadi frá Suður-Afríku sigraði á 13,05 sekúndum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×