Tækifæri fyrir Geir 22. september 2004 00:01 Sjónarmið - Hafliði Helgason Settum dómsmálaráðherra við skipun hæstaréttadómara er vandi á höndum. Vandinn er togstreita er milli almennra sjónarmiða og flokkslegra. Geir Haarde þarf á næstu dögum að skipa nýjan dómara við Hæstarétt, vegna þess að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra mat sjálfan sig vanhæfan og vék. Síðasta stöðuveiting við réttinn olli vanhæfi Björns nú og að mati margra pólitískri gengisfellingu hans. Björn stendur eftir þau mál veikar sem forystumaður í Sjálfstæðisflokknum og orðstír hans sem málefnalegur stjórnmálamaður beið hnekki. Geir Haarde hefur sama orðstír að verja. Hann hefur reynst farsæll fjármálaráðherra og málefnalegur stjórnmálamaður innan þeirra marka sem stjórnmálavafstur gefur rými fyrir málefnalega framgöngu. Nú stendur hann frammi fyrir pytti Björns. Hæstiréttur hefur gefið umsögn um umsækjendur dómarastöðunnar. Þar eru tveir dæmdir hæfastir. Síðast þegar álits réttarins var leitað vegna skipunar dómara notaði rétturinn orðalagið "heppilegastir" um tvo umsækjendur. Nú eru umsækjendur flokkaðir frá þeim hæfustu til hins minnst hæfa. Enginn er dæmdur vanhæfur. Freistandi er að draga þá ályktun af orðalagi Hæstaréttar að þar séu á ferðinni viðbrögð við því hvernig ráðherra nýtti sér svigrúm hugtaksins heppilegur við síðustu skipun. Fyrir það hefur nú verið girt. Þótt menn geti deilt um það fyrirkomulag að Hæstiréttur meti umsækjendur, er vandséð að ráðherra geti gengið framhjá því áliti sem nú liggur fyrir. Valið stendur samkvæmt því á milli Eiríks Tómassonar og Stefáns Más Stefánssonar. Hjördís Hákonardóttir stendur þessum tveim næst að hæfi að mati réttarins. Jafnréttissjónarmið gætu því vegið á upp á móti þeim mun sem rétturinn metur á hæfi hennar og hinna tveggja við val í stöðuna. Þar kvæði við nýjan tón við skipanir í æðstu embætti. Vandi Geirs liggur hins vegar í því að einn umsækjandanna, Jón Steinar Gunnlaugsson, er ötull talsmaður og vinur flokksforystu Sjálfstæðisflokksins. Slíkt gerir Jón Steinar ekki vanhæfan í stöðu dómara og er ekki tilefni til þess að hann gjaldi fyrir það. Það á hins vegar ekki að verða til þess að honum sé lyft með hentirökum upp fyrir umsækjendur sem hafa menntun og reynslu til starfans umfram Jón Steinar samkvæmt faglegu mati. Þetta er sú pólitíska gildra sem Geir stendur frammi fyrir. Ráði hann Jón Steinar, tapar hann almennum trúverðugleika sem mun veikja hann sem framtíðarleiðtoga flokksins. Taki hann þá afstöðu að ráða einn hinna þriggja hæfustu mun það valda andstöðu gegn honum í innsta valdakjarna Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar er sú andstaða þegar fyrir hendi í flokknum og kannski jafn gott að hún fái að koma upp á yfirborðið nú. Vilji Geir taka við forystu Sjálfstæðisflokksins þegar Davíð Oddsson hættir, þarf hann að skilja sig frá stjórnunarstíl Davíðs og boða nýja tíma í forystu flokksins. Hann hefur tækifæri til þess nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Hafliði Helgason Settum dómsmálaráðherra við skipun hæstaréttadómara er vandi á höndum. Vandinn er togstreita er milli almennra sjónarmiða og flokkslegra. Geir Haarde þarf á næstu dögum að skipa nýjan dómara við Hæstarétt, vegna þess að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra mat sjálfan sig vanhæfan og vék. Síðasta stöðuveiting við réttinn olli vanhæfi Björns nú og að mati margra pólitískri gengisfellingu hans. Björn stendur eftir þau mál veikar sem forystumaður í Sjálfstæðisflokknum og orðstír hans sem málefnalegur stjórnmálamaður beið hnekki. Geir Haarde hefur sama orðstír að verja. Hann hefur reynst farsæll fjármálaráðherra og málefnalegur stjórnmálamaður innan þeirra marka sem stjórnmálavafstur gefur rými fyrir málefnalega framgöngu. Nú stendur hann frammi fyrir pytti Björns. Hæstiréttur hefur gefið umsögn um umsækjendur dómarastöðunnar. Þar eru tveir dæmdir hæfastir. Síðast þegar álits réttarins var leitað vegna skipunar dómara notaði rétturinn orðalagið "heppilegastir" um tvo umsækjendur. Nú eru umsækjendur flokkaðir frá þeim hæfustu til hins minnst hæfa. Enginn er dæmdur vanhæfur. Freistandi er að draga þá ályktun af orðalagi Hæstaréttar að þar séu á ferðinni viðbrögð við því hvernig ráðherra nýtti sér svigrúm hugtaksins heppilegur við síðustu skipun. Fyrir það hefur nú verið girt. Þótt menn geti deilt um það fyrirkomulag að Hæstiréttur meti umsækjendur, er vandséð að ráðherra geti gengið framhjá því áliti sem nú liggur fyrir. Valið stendur samkvæmt því á milli Eiríks Tómassonar og Stefáns Más Stefánssonar. Hjördís Hákonardóttir stendur þessum tveim næst að hæfi að mati réttarins. Jafnréttissjónarmið gætu því vegið á upp á móti þeim mun sem rétturinn metur á hæfi hennar og hinna tveggja við val í stöðuna. Þar kvæði við nýjan tón við skipanir í æðstu embætti. Vandi Geirs liggur hins vegar í því að einn umsækjandanna, Jón Steinar Gunnlaugsson, er ötull talsmaður og vinur flokksforystu Sjálfstæðisflokksins. Slíkt gerir Jón Steinar ekki vanhæfan í stöðu dómara og er ekki tilefni til þess að hann gjaldi fyrir það. Það á hins vegar ekki að verða til þess að honum sé lyft með hentirökum upp fyrir umsækjendur sem hafa menntun og reynslu til starfans umfram Jón Steinar samkvæmt faglegu mati. Þetta er sú pólitíska gildra sem Geir stendur frammi fyrir. Ráði hann Jón Steinar, tapar hann almennum trúverðugleika sem mun veikja hann sem framtíðarleiðtoga flokksins. Taki hann þá afstöðu að ráða einn hinna þriggja hæfustu mun það valda andstöðu gegn honum í innsta valdakjarna Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar er sú andstaða þegar fyrir hendi í flokknum og kannski jafn gott að hún fái að koma upp á yfirborðið nú. Vilji Geir taka við forystu Sjálfstæðisflokksins þegar Davíð Oddsson hættir, þarf hann að skilja sig frá stjórnunarstíl Davíðs og boða nýja tíma í forystu flokksins. Hann hefur tækifæri til þess nú.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun