Sport

Devers á fimmtu ólympíuleikana

Bandaríska hlaupakonan Gail Devers tryggði sér þátttökurétt á fimmtu Ólympíuleikunum á ferlinum þegar hún sigraði í 100 metra grindahlaupi á bandaríska úrtökumótinu í gærkvöldi. Hún kom í mark á tímanum 12,547 sek. Devers er 37 ára gömul en hefur aldrei sigrað á Ólympíuleikum. Carl Lewis og Willye White eru einu Bandaríkjamennirnir sem hafa afrekað að taka þátt í fimm Ólympíuleikum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×