Innlent

Kaupa í Tékklandi

Fjárfestahópur sem í eru meðal annars Íslenskir fjárfestar hefur keypt yfir 70 prósenta hlut í tékknesku fjarskiptafyrirtæki. Meðal fjárfestanna er Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Burðaráss, en hann hefur tekið þátt í fjárfestingum í símafyrirtæki í Búlgaríu ásamt meðal annars Landssímanum. Landssíminn er ekki þátttakandi í þessari fjárfestingu. Fyrirtækið, Ceske Radiokomunikace, skiptist í símaþjónustu, útvarps og sjónvarpssendingar. Markaðsvirði fyrirtækisins er 36,7 milljarðar króna og hefur eigendum minnihluta hlutafjár verið gert yfirtökutilboð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×