Sport

Emil til Tottenham

Knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson hjá FH er á leiðinni til enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham Hotspur. Formlegt boð frá félaginu kom í morgun. Emil verður í 4-5 til daga til reynslu hjá Tottenham en að sögn Péturs Stephensens, framkvæmdastjóra FH, er áhugi enska félagsins mikill. Emil á einnig boð um að fara til Feyenoord en ekki er ljóst hvort hann fer fyrst til þeirra eða Tottenham. Ekki tókust samningar leikmannsins og Everton en það mál er þó ekki alveg dautt. Tottenham er í 14.sæti úrvalsdeildarinnar en Jaques Santini sagði af sér sem knattspyrnustjóri á föstudag. Líklegt er að Martin Jol taki við af Santini. Emil Hallfreðsson getur orðið annar Íslendingurinn sem leikur með Tottenham en Guðni Bergsson lék á sínum tíma með liðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×