Sport

Brasilía sigraði Chile

Brasilía sigraði Chile með einu marki gegn engu í C riðli Suður-Ameríkukeppninnar í knattspyrnu sem fram fer í Perú. Luis Fabiano skoraði sigurmarkið en Chile brenndi af tvítekinni vítaspyrnu í leiknum. Í sama riðli vann Paragvæ Kosta Ríka með einu marki gegn engu. Julio dos Santos skoraði eina mark leiksins út vítspyrnu. Leikmenn Perú ákváðu að sniðganga fjölmiðla í kjölfar fréttar í síðdegisblaði í Perú þar sem leikmenn liðsins eru sagðir hafa verið á fylleríi eftir jafntefli gegn Bolivíu 2-2 á þriðjudaginn og tveir leikmenn liðsins hefðu misst af æfingu daginn eftir vegna timburmanna. Þjálfari Perú bannaði alla fjölmiðla á æfingum og í kringum hótel liðsins í kjölfarið og vísaði þessum fregnum til föðurhúsanna. Þá tilkynnti þjálfari Mexíkó, Rivhardo Lavolpe óvænt á blaðamannafundi að hann ætlar að hætta sem landsliðsþjálfari að ári liðnu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×