Sport

Stjórn Fram samstíga í verkum

Stjórn Fram, Fótboltafélags Reykjavíkur hf., sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna frétta í fjölmiðlum, þar sem fram kemur að þrátt fyrir að nokkrir stjórnarmenn hafi hætt störfum um síðustu mánaðamót, þá standi stjórnin styrkum fótum og sé samstíga í sínum verkum. Aðalstjórn Fram, sem á meirihluta hlutafjár í Fótboltafélagi Reykjavíkur hf., hefur farið þess á leit við Steinar Guðgeirsson, Hrannar Má Hallkelsson og Finnbjörn Agnarsson að koma að starfsemi félagsins án stjórnarsetu það sem eftir lifir af tímabilinu vegna þeirrar reynslu og þekkingar sem þeir hafa á rekstri félagsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×