Sport

Saez óttast ekki heimadómgæslu

Þjálfari Spánverja, Inaki Saez, óttast ekki heimadómgæslu í leiknum gegn Portúgal en hann kemur líklega til með að vera úrslitaleikur um hvort liðið komist í átt liða úrslit. Öllum að óvörum eru það Grikkir sem skotið hafa báðum þjóðunum ref fyrir rass. "Ég hef fulla trú á því að dómgæslan í leiknum verði heiðarleg og komi ekki á neinn hátt niður á okkur. UEFA hefur tólf mjög góða og heiðarlega dómara hér á mótinu sem eru með reynslu úr meistaradeildinni," sagði Inaki Saez og spurningin er hvort hér sé um að ræða sálfræðibrellu af hans hálfu - að beina sviðsljósinu að dómaranum fyrir leikinn þannig að allra augu verði á honum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×