Sport

Vill árangur frekar en gæði

Þjálfari Hollendinga, Dick Advocaat, lagði upp með áherslu á árangur frekar en gæði í leiknum gegn Þjóðverjum sem endaði 1-1. Hann segist munu gera það sama í næst leik gegn Tékkum: "Það er betra að vera frægur fyrir að vinna sigra heldur en að spila bara fallega knattspyrnu," lét hann hafa eftir sér. Hollendingar gerðu hvorugt gegn Þjóðverjum og hollenskir knattspyrnuáhugamenn eru nokkuð áhyggjufullir af gangi mála. Advocaat gefur lítið fyrir það: "Ég sá í þýsku blöðunum að þeir voru ánægðir með úrslitin úr leiknum og sögðu þýska liðið hafa spilað sinn besta leik í mörg ár. Því get ég ekki skilið hvers vegna hollenska pressan segir okkur hafa verið svona lélega. Ef Þjóðverjar léku vel þá hljótum við líka að hafa gert það," sagði yfirvegaður Advocaat.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×