Rooney kláraði Svisslendinga 17. júní 2004 00:01 Wayne Rooney skoraði tvö mörk og leiddi Englendinga til 3-0 sigurs gegn Sviss í B-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu í gær. Með mörkunum varð Rooney yngsti leikmaðurinn í sögunni til að skora mark í lokakeppni Evrópumótsins, og hefur þessi 18 ára leikmaður heldur betur slegið í gegn það sem af er Evrópumótinu. Mörkin skoraði Rooney í sitthvorum hálfleiknum, en Steven Gerrard bætti við þriðja markinu um tíu mínútum fyrir leikslok. Svisslendingar léku einum færri síðasta hálftímann eftir að Bernt Haas var vikið af velli. Sigurinn var helst of stór miðað við gang leiksins, því leikur enska liðsins var allt annað en sannfærandi. Sviss var mun betri aðilinn framan af leiknum og var það sérstaklega eftir horn- og aukaspyrnur Hakans Yakins sem hurð skall nærri hælum upp við mark enska liðsins. Algjörlega gegn gangi leiksins náði Rooney að skora á 23. mínútu og varð markið til þess að ró kom yfir leik Englendinga og þeir komust betur inn í leikinn. Leikmenn Sviss neituðu þó að gefast upp, en í kjölfarið á brottvikningu Haas varð uppgjöf í herbúðum svissneska liðsins, Englendingar gengu á lagið og skoruðu tvö mörk áður en yfir lauk. Sven-Göran Eriksson, þjálfari enska liðsins, kvaðst mjög ánægður með hvernig leikmenn sínir burgðust við tapinu gegn Frökkum um síðustu helgi. "Þegar maður tapar leik á þann hátt sem við gerðum á sunnudaginn veit maður aldrei hvernig leikmennirnir bregðast við. Ég bjóst við jákvæðri svörun og fékk hana," sagði Eriksson og hrósaði hinum magnaða Rooney í hástert. "Það var unaðslegt að fylgjast með honum í leiknum. Og að vera ekki nema 18 ára og spila eins og hann gerir - það er alveg ótrúlegt," sagði Eriksson. Rooney sjálfur gerði lítið úr eigin þætti og sagði góða liðsheild hafa skipt sköpum. "Liðið spilaði vel og ég var heppinn að fá tvö mörk út úr því. Við þurftum á þessum sigri að halda og hann eflir sjálfstraustið fyrir framhaldið". Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Sjá meira
Wayne Rooney skoraði tvö mörk og leiddi Englendinga til 3-0 sigurs gegn Sviss í B-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu í gær. Með mörkunum varð Rooney yngsti leikmaðurinn í sögunni til að skora mark í lokakeppni Evrópumótsins, og hefur þessi 18 ára leikmaður heldur betur slegið í gegn það sem af er Evrópumótinu. Mörkin skoraði Rooney í sitthvorum hálfleiknum, en Steven Gerrard bætti við þriðja markinu um tíu mínútum fyrir leikslok. Svisslendingar léku einum færri síðasta hálftímann eftir að Bernt Haas var vikið af velli. Sigurinn var helst of stór miðað við gang leiksins, því leikur enska liðsins var allt annað en sannfærandi. Sviss var mun betri aðilinn framan af leiknum og var það sérstaklega eftir horn- og aukaspyrnur Hakans Yakins sem hurð skall nærri hælum upp við mark enska liðsins. Algjörlega gegn gangi leiksins náði Rooney að skora á 23. mínútu og varð markið til þess að ró kom yfir leik Englendinga og þeir komust betur inn í leikinn. Leikmenn Sviss neituðu þó að gefast upp, en í kjölfarið á brottvikningu Haas varð uppgjöf í herbúðum svissneska liðsins, Englendingar gengu á lagið og skoruðu tvö mörk áður en yfir lauk. Sven-Göran Eriksson, þjálfari enska liðsins, kvaðst mjög ánægður með hvernig leikmenn sínir burgðust við tapinu gegn Frökkum um síðustu helgi. "Þegar maður tapar leik á þann hátt sem við gerðum á sunnudaginn veit maður aldrei hvernig leikmennirnir bregðast við. Ég bjóst við jákvæðri svörun og fékk hana," sagði Eriksson og hrósaði hinum magnaða Rooney í hástert. "Það var unaðslegt að fylgjast með honum í leiknum. Og að vera ekki nema 18 ára og spila eins og hann gerir - það er alveg ótrúlegt," sagði Eriksson. Rooney sjálfur gerði lítið úr eigin þætti og sagði góða liðsheild hafa skipt sköpum. "Liðið spilaði vel og ég var heppinn að fá tvö mörk út úr því. Við þurftum á þessum sigri að halda og hann eflir sjálfstraustið fyrir framhaldið".
Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Sjá meira