Sport

Olic slapp með skrekkinn

Króatíski landsliðsframherjinn Ivica Olic féll á lyfjaprófi sem hann var látinn taka eftir 2-2 jafnteflisleikinn frábæra gegn Frökkum á dögunum. Þrátt fyrir það var hann ekki dæmdur í leikbann þar sem brotið var ekki talið sérlega alvarlegt. Olic meiddist í æfingaleik gegn Dönum í byrjun mánaðarins og fékk þá verkjalyf hjá læknum liðsins en það gleymdist að geta þess þegar hann fór í lyfjaprófið. Nefnd á vegum UEFA komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri ekki Olic að kenna og króatíska knattspyrnusambandið slapp með 4.335 punda sekt. Olic verður því með í leiknum mikilvæga gegn Englendingum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×