Sport

Gattuso lítur frumburðinn augum

Ítalski miðvallarleikmaðurinn Gennaro Gattuso fékk leyfi til að snúa aftur til Ítalíu en kona hans fæddi honum stúlkubarn í gær. Þetta er fyrsta barn Gattuso, sem leikur með Ítalíumeisturum AC Milan, og konu hans. Hann verður í leikbanni í næsta leik Ítala gegn Búlgörum á þriðjudaginn vegna tveggja gulra spjalda sem hann fékk í sitt hvorum leiknum. Því var ekki stætt á öðru en að leyfa honum að skjótast heim og líta frumburðinn augum. Búist er við að Gattuso snúi aftur til Portúgals í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×