Flókin og kostnaðarsöm stjórnsýsla 23. júní 2004 00:01 Þjónustumiðstöðvar - Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn Reykjavíkur. Borgarráð samþykkti á fundi sínum sl. þriðjudag tillögu um stofnun svokallaðra þjónustumiðstöðva í hverfum borgarinnar. Tillagan gerir ráð fyrir að nánast öll starfsemi Félagsþjónustunnar verði bútuð niður í fimm einingar með fimm nýjum stjórnendum án þess að minnsta tilraun hafi verið gerð til að sýna fram á að þjónustan við borgarbúa batni. Auk þess er gert ráð fyrir að hluti af æskulýðssviði Íþrótta- og tómstundaráðs verði færður frá ÍTR yfir til þjónustumiðstöðvanna. Þeir starfsþættir, sem flytja á frá Félagsþjónustunni og ÍTR verða í meginatriðum áfram á núverandi stað í viðkomandi hverfum og því ranghermi að segja að verið sé að stofna þjónustumiðstöðvar. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um að hið nýja kerfi hafi í för með sér meiri skilvirkni, hagræðingu eða betri þjónustu fyrir borgarbúa eins og haldið er fram. Miklu fremur bendir allt til þess að umfang og kostnaður stjórnsýslunnar aukist verulega og verði flóknari. Nú þegar hafa þessar tillögur og vinnubrögðin við undirbúning að framkvæmd þeirra skapað óvissu og óöryggi meðal borgarstarfsmanna og ef fer fram sem horfir er ekki hægt að útiloka atgervisflótta hæfra starfsmanna frá borginni. R-listinn stefnir að því að keyra þessar tillögur í gegn í einni umræðu á fundi borgarstjórnar í dag í lítilli eða engri sátt við borgarstarfsmenn, stéttarfélög borgarstarfsmanna eða aðra hagsmunaaðila málsins. Lokatillaga stjórnkerfisnefndar, sem hefur unnið að málinu, var ekki kynnt fyrir nefndum og ráðum borgarinnar og lítið sem ekkert samráð var haft við starfsmenn þeirra stofnana sem hlut eiga að máli en mörg hundruð þeirra eiga að flytjast yfir til þjónustumiðstöðvanna, m.a. um 460 starfsmenn Félagsþjónustunnar í Reykjavík. S.l. sunnudag óskaði Guðrún Ebba Ólafsdóttir, fulltrúi sjálfstæðismanna í félagsmálaráði eftir fundi í ráðinu mánudaginn 21. júní til að fjalla um þetta mál en því var hafnað. Miklar deilur hafa átt sér stað innan R-listans um þessar tillögur að stofnun þjónustumiðstöðva. Helgi Hjörvar, fyrrverandi forseti borgarstjórnar og varaborgarfulltrúi R-listans lýsti því yfir nýlega í fjölmiðlum að lítil klíka stjórnaði í Ráðhúsinu. Það kemur heim og saman við þá staðreynd að mestallri vinnu og tillögugerð s.l. mánuði um stofnun þjónustumiðstöðva var stjórnað af fámennum hópi starfsmanna Ráðhússins undir forystu Dags B. Eggertssonar, formanns stjórnkerfisnefndar. Niðurstaða meirihluta stjórnkerfisnefndar varð að lokum sú að færa nánast alla starfsþætti Félagsþjónustunnar og æskulýðssviðs Íþrótta- og tómstundaráðs inn í þessar svokölluðu þjónustumiðstöðvar. Anna Kristinsdóttir, formaður ÍTR sætti sig ekki við þessa niðurstöðu og lagðist hart gegn því að góðu þjónustukerfi ÍTR yrði splundrað með þeim hætti. Eftir mikið samningaþóf innan R-listans var hætt við þessi áform og eftir sitja eingöngu Félagsþjónustan og u.þ.b. 40 stöðugildi starfsmanna leikskóla, fræðslumiðstöðvar og ÍTR auk framkvæmdastjóra miðborgarinnar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að með samþykkt tillögu um stofnun þjónustumiðstöðva sé án skýrra markmiða verið að splundra þeim þætti í þjónustu og stjórnsýslu borgarinnar, sem hefur verið framkvæmdur með ágætum hætti þótt ætíð megi finna ákveðin atriði sem betur geta farið. Engin viðhlítandi rök hafa verið færð fyrir því að þjónustan við borgarbúa verði betri. Miklu fremur má halda því fram að framkvæmd þessarar tillögu feli í sér flóknari og erfiðari stjórnsýslu þar sem fundarhöld og skýrslugerðir milli þjónustumiðstöðva og einstakra stofnana og fagnefnda verða mikil og flókin. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa hvatt til þess að komið verði upp símaveri borgarinnar til að auðvelda borgarbúum aðgengi að borgarstofnunum í leit þeirra að upplýsingum og afgreiðslu erinda um margvíslega þætti. Nú hefur verið samþykkt að byggja upp símaver og ennfremur ákveðið að efla rafræna stjórnsýslu borgarinnar í þeim tilgangi að gera öll samskipti borgarbúa við stjórnsýslu borgarinnar einfaldari og skilvirkari. Þessi góðu mál falla þó vissulega í skuggann af þeim klúðurslegu tillögum og vinnubrögðum varðandi stofnun þjónustumiðstöðvanna. Þau eru ekki í anda "samræðustjórnmálanna" eða þeirra lýðræðislegu vinnubragða sem forystumönnum R-listans er svo tíðrætt um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þjónustumiðstöðvar - Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn Reykjavíkur. Borgarráð samþykkti á fundi sínum sl. þriðjudag tillögu um stofnun svokallaðra þjónustumiðstöðva í hverfum borgarinnar. Tillagan gerir ráð fyrir að nánast öll starfsemi Félagsþjónustunnar verði bútuð niður í fimm einingar með fimm nýjum stjórnendum án þess að minnsta tilraun hafi verið gerð til að sýna fram á að þjónustan við borgarbúa batni. Auk þess er gert ráð fyrir að hluti af æskulýðssviði Íþrótta- og tómstundaráðs verði færður frá ÍTR yfir til þjónustumiðstöðvanna. Þeir starfsþættir, sem flytja á frá Félagsþjónustunni og ÍTR verða í meginatriðum áfram á núverandi stað í viðkomandi hverfum og því ranghermi að segja að verið sé að stofna þjónustumiðstöðvar. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um að hið nýja kerfi hafi í för með sér meiri skilvirkni, hagræðingu eða betri þjónustu fyrir borgarbúa eins og haldið er fram. Miklu fremur bendir allt til þess að umfang og kostnaður stjórnsýslunnar aukist verulega og verði flóknari. Nú þegar hafa þessar tillögur og vinnubrögðin við undirbúning að framkvæmd þeirra skapað óvissu og óöryggi meðal borgarstarfsmanna og ef fer fram sem horfir er ekki hægt að útiloka atgervisflótta hæfra starfsmanna frá borginni. R-listinn stefnir að því að keyra þessar tillögur í gegn í einni umræðu á fundi borgarstjórnar í dag í lítilli eða engri sátt við borgarstarfsmenn, stéttarfélög borgarstarfsmanna eða aðra hagsmunaaðila málsins. Lokatillaga stjórnkerfisnefndar, sem hefur unnið að málinu, var ekki kynnt fyrir nefndum og ráðum borgarinnar og lítið sem ekkert samráð var haft við starfsmenn þeirra stofnana sem hlut eiga að máli en mörg hundruð þeirra eiga að flytjast yfir til þjónustumiðstöðvanna, m.a. um 460 starfsmenn Félagsþjónustunnar í Reykjavík. S.l. sunnudag óskaði Guðrún Ebba Ólafsdóttir, fulltrúi sjálfstæðismanna í félagsmálaráði eftir fundi í ráðinu mánudaginn 21. júní til að fjalla um þetta mál en því var hafnað. Miklar deilur hafa átt sér stað innan R-listans um þessar tillögur að stofnun þjónustumiðstöðva. Helgi Hjörvar, fyrrverandi forseti borgarstjórnar og varaborgarfulltrúi R-listans lýsti því yfir nýlega í fjölmiðlum að lítil klíka stjórnaði í Ráðhúsinu. Það kemur heim og saman við þá staðreynd að mestallri vinnu og tillögugerð s.l. mánuði um stofnun þjónustumiðstöðva var stjórnað af fámennum hópi starfsmanna Ráðhússins undir forystu Dags B. Eggertssonar, formanns stjórnkerfisnefndar. Niðurstaða meirihluta stjórnkerfisnefndar varð að lokum sú að færa nánast alla starfsþætti Félagsþjónustunnar og æskulýðssviðs Íþrótta- og tómstundaráðs inn í þessar svokölluðu þjónustumiðstöðvar. Anna Kristinsdóttir, formaður ÍTR sætti sig ekki við þessa niðurstöðu og lagðist hart gegn því að góðu þjónustukerfi ÍTR yrði splundrað með þeim hætti. Eftir mikið samningaþóf innan R-listans var hætt við þessi áform og eftir sitja eingöngu Félagsþjónustan og u.þ.b. 40 stöðugildi starfsmanna leikskóla, fræðslumiðstöðvar og ÍTR auk framkvæmdastjóra miðborgarinnar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að með samþykkt tillögu um stofnun þjónustumiðstöðva sé án skýrra markmiða verið að splundra þeim þætti í þjónustu og stjórnsýslu borgarinnar, sem hefur verið framkvæmdur með ágætum hætti þótt ætíð megi finna ákveðin atriði sem betur geta farið. Engin viðhlítandi rök hafa verið færð fyrir því að þjónustan við borgarbúa verði betri. Miklu fremur má halda því fram að framkvæmd þessarar tillögu feli í sér flóknari og erfiðari stjórnsýslu þar sem fundarhöld og skýrslugerðir milli þjónustumiðstöðva og einstakra stofnana og fagnefnda verða mikil og flókin. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa hvatt til þess að komið verði upp símaveri borgarinnar til að auðvelda borgarbúum aðgengi að borgarstofnunum í leit þeirra að upplýsingum og afgreiðslu erinda um margvíslega þætti. Nú hefur verið samþykkt að byggja upp símaver og ennfremur ákveðið að efla rafræna stjórnsýslu borgarinnar í þeim tilgangi að gera öll samskipti borgarbúa við stjórnsýslu borgarinnar einfaldari og skilvirkari. Þessi góðu mál falla þó vissulega í skuggann af þeim klúðurslegu tillögum og vinnubrögðum varðandi stofnun þjónustumiðstöðvanna. Þau eru ekki í anda "samræðustjórnmálanna" eða þeirra lýðræðislegu vinnubragða sem forystumönnum R-listans er svo tíðrætt um.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun