Sport

Tiger Woods byrjar vel

Kylfingurinn Tiger Woods byrjar vel á Deutsche Bank-meistaramótinu í Boston. Woods, sem hefur verið á toppi heimslistans síðustu 254 vikur, leiðir mótið eftir að hafa spilað fyrsta hringinn á 6 höggum undir pari. Vijay Singh virðist þó ætla að veita Woods töluverða keppni því aðeins munar þremur höggum á kylfingunum tveimur. Mótið er nú haldið annað árið í röð og fær sigurvegarinn 900 þúsund dali í sinn hlut eða um sextíu og fjórar milljónir króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×