Baráttan á Old Trafford 8. október 2004 00:01 Enska landsliðið endurheimtir tvær af sínum stærstu stjörnum þegar liðið tekur á Wales í undankeppni HM 2006 í dag. Wayne Rooney er búinn að ná sér af meiðslum og Rio Ferdinand hefur lokið sínu átta mánaða leikbanni og er því einnig klár í slaginn. Ferdinand hefur ekki spilað í landsliðinu í rúmt ár en Rooney lék síðast með liðinu í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Portúgal í sumar. Sven-Goran Eriksson hefur látið það frá sér að hann ætli að setja Ferdinand strax inn í liðið og við hlið Sol Campbell sem er einnig að koma aftur úr meiðslum og því er ekkert pláss í liðinu fyrir þá John Terry og Ledley King sem spilað hafa síðustu leiki. Eriksson hefur líka gefið þau skilaboð að enska liðið verði með þriggja manna sókn í leiknum og Rooney spili þar fyrir aftan þá Michael Owen og Jermain Defoe. Enska liðið hefur verið ganrýnt að undanförnu þrátt fyrir að byrjunin sé ekkert slæm í þeim tveimur útileikjum sem lokið er, 2-2 jafntefli gegn Austurríki og 2-1 sigur á Pólverjum. Liðið er samt í öðru sæti riðilsins á eftir Austurríki á markatölu. Leikstaðurinn, Old Trafford, er merkilegur fyrir margar sakir ekki síst þar sem fjórir leikmenn munu spila þar á vanalega heimavelli sínum því Manchester United á þrjá leikmenn í enska liðinu, Ferdinand, Rooney og svo Gary Neville og hjá Wales mun Ryan Giggs spila sögulegan leik því hann hefur aldrei leikið í útiliði á Old Trafford enda verið hjá United allan sinn feril. Það eru fleiri dramatískar tengingar í Leikhús draumanna hjá liðunum, David Beckham er mættur aftur á Old Trafford sem og þjálfari Wales, Mark Hughes sem spilaði í ár hjá United. Hughes skoraði einnig sigurmark Wales í síðasta landsleik þjóðanna sem var í Wreham fyrir tíu árum en það er aðeins einn af 14 sigurleikjum Wales í 97 landsleikjum þjóðanna. England hefur unnið 62 af leikjunum. Wales hefur ekki komist í úrslitakeppni stórmóts síðan á HM 1958 og liðið hefur ekki byrjað vel með tvö jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum gegn Aserbaídjan og Norður-Írlandi. Hughes hefur tekið við Blackburn og er því væntanlega að stjórna sínum síðasta landsleik og gæti því endað á sigri í baráttunni svonefndri um Bretland. Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Sjá meira
Enska landsliðið endurheimtir tvær af sínum stærstu stjörnum þegar liðið tekur á Wales í undankeppni HM 2006 í dag. Wayne Rooney er búinn að ná sér af meiðslum og Rio Ferdinand hefur lokið sínu átta mánaða leikbanni og er því einnig klár í slaginn. Ferdinand hefur ekki spilað í landsliðinu í rúmt ár en Rooney lék síðast með liðinu í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Portúgal í sumar. Sven-Goran Eriksson hefur látið það frá sér að hann ætli að setja Ferdinand strax inn í liðið og við hlið Sol Campbell sem er einnig að koma aftur úr meiðslum og því er ekkert pláss í liðinu fyrir þá John Terry og Ledley King sem spilað hafa síðustu leiki. Eriksson hefur líka gefið þau skilaboð að enska liðið verði með þriggja manna sókn í leiknum og Rooney spili þar fyrir aftan þá Michael Owen og Jermain Defoe. Enska liðið hefur verið ganrýnt að undanförnu þrátt fyrir að byrjunin sé ekkert slæm í þeim tveimur útileikjum sem lokið er, 2-2 jafntefli gegn Austurríki og 2-1 sigur á Pólverjum. Liðið er samt í öðru sæti riðilsins á eftir Austurríki á markatölu. Leikstaðurinn, Old Trafford, er merkilegur fyrir margar sakir ekki síst þar sem fjórir leikmenn munu spila þar á vanalega heimavelli sínum því Manchester United á þrjá leikmenn í enska liðinu, Ferdinand, Rooney og svo Gary Neville og hjá Wales mun Ryan Giggs spila sögulegan leik því hann hefur aldrei leikið í útiliði á Old Trafford enda verið hjá United allan sinn feril. Það eru fleiri dramatískar tengingar í Leikhús draumanna hjá liðunum, David Beckham er mættur aftur á Old Trafford sem og þjálfari Wales, Mark Hughes sem spilaði í ár hjá United. Hughes skoraði einnig sigurmark Wales í síðasta landsleik þjóðanna sem var í Wreham fyrir tíu árum en það er aðeins einn af 14 sigurleikjum Wales í 97 landsleikjum þjóðanna. England hefur unnið 62 af leikjunum. Wales hefur ekki komist í úrslitakeppni stórmóts síðan á HM 1958 og liðið hefur ekki byrjað vel með tvö jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum gegn Aserbaídjan og Norður-Írlandi. Hughes hefur tekið við Blackburn og er því væntanlega að stjórna sínum síðasta landsleik og gæti því endað á sigri í baráttunni svonefndri um Bretland.
Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Sjá meira