Sport

Thuram lýkur keppni

Franski landsliðsmaðurinn Lilian Thuram hefur ákveðið að hætta að spila með franska landsliðinu eftir að hafa spilað 103 landsleiki með liðinu. Thuram sagði í samtali við franska blaðið l´Equipe að nýir leikmenn ættu að taka við í undirbúningnum fyrir næstu heimsmeistarakeppni. Svo gæti farið að Zinedine Zidane, markvörðurinn Fabien Barthez og Bixante Lizarazu fylgi fordæmi Thurams og hætti líka með franska landsliðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×