Sport

Tólf spjöld og heimasigur í Eyjum

Það gekk mikið á í Eyjum þegar heimamenn lentu undir í fyrri hálfleik gegn Fylki en snéru tapi í sigur með þremur mörkum með vindinum í seinni hálfleik. Tvö síðari mörkin komu eftir að Fylkismanninum Guðna Rúnari Helgasyni hafði verið vikið af velli af Jóhannesi Valgeirssyni dómara leiksins sem lyfti alls tólf spjöldum í þessu  harða slag. Varamaðurinn Magnús Már Lúðvíksson kom ÍBV yfir í 2–1 aðeins þremur mínútum eftir að hafa komið inná sem varamaður og Eyjamenn fögnuðu sigri þrátt fyrir vera án margra lykilmanna sinna. Liðið þarf hinsvegar að treysta á sigur KA-manna auk þess að vinna ÍA ætli þeir sér að vinna Íslandsmeistaratitilinn um næstu helgi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×