KR-ingar sloppnir úr fallhættu 12. september 2004 00:01 KR bar sigurorð af KA á heimavelli sínum með tveimur mörkum gegn einu og kom sér þar með úr fallhættu en staða KA versnaði að sama skapi. Lengst af leit ekki út fyrir sigur KR, KA var betri aðilinn í fyrri hálfleik en KR-ingar mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik, snéru leiknum sér í vil á rúmri mínútu og unnu verðskuldað. KA menn voru sterkari í byrjun og voru greinilega betur innstilltir í harðan fallbaráttuslag. KR-ingar urðu undir í baráttunni en KA tókst ekki að ógna marki KR að ráði. Leikurinn jafnaðist nokkuð þegar á leið en eftir skallamark Þorvalds Guðbjörnssonar á 27. mínútu voru KR-ingar slegnir út af laginu og KA menn voru sterkari það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. KA bakkaði talsvert í seinni hálfleik og fljótlega var fimmti maðurinn kominn í vörnina. KR-ingar sendu Theódór Elmar Bjarnason og Guðmund Benediktsson inn á og lífguðu þeir upp á leik liðsins. Þrátt fyrir að KR-ingar væru ekki að skapa sér opin færi var pressan orðin mjög þung þegar Kristján Örn Sigurðsson braut loks ísinn með skallamarki af stuttu færi. Rétt rúmri mínútu síðar var Bjarni Þorsteinsson á ferðinni með enn eitt skallamarkið eftir aukaspyrnu. Eftir þennan umsnúning var leikurinn í höndum KR-inga sem voru nær því að bæta við mörkum en KA að jafna. Aldrei uppgjafartónn ,,Það var aldrei neinn uppgjafartónn, ekki í strákunum inni á vellinum eða í félaginu öllu. Það er það sem stendur upp úr eftir svona leik. Við sýndum gífurlega samstöðu og kraft allir sem einn maður hér hjá KR í dag,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR. ,,Við fengum á okkur klaufalegt mark úr horni og svo fengum við mark á okkur úr aukaspyrnu sem orkaði tvímælis. Við vorum miklu betra liðið í fyrri hálfleik, við náðum bara aldrei að komast í gang í þeim seinni og duttum of aftarlega. Við náðum ekki upp sama spili í síðari hálfleik og við vorum að gera í fyrri hálfleik þegar við hefðum að mínu mati átt að komast í 2-0. Síðan kemur Gísli dómari sem er náttúrulega alltaf samkvæmur sjálfum sér á KR vellinum og öll vafaatriði falla þeim megin,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari KA. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjá meira
KR bar sigurorð af KA á heimavelli sínum með tveimur mörkum gegn einu og kom sér þar með úr fallhættu en staða KA versnaði að sama skapi. Lengst af leit ekki út fyrir sigur KR, KA var betri aðilinn í fyrri hálfleik en KR-ingar mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik, snéru leiknum sér í vil á rúmri mínútu og unnu verðskuldað. KA menn voru sterkari í byrjun og voru greinilega betur innstilltir í harðan fallbaráttuslag. KR-ingar urðu undir í baráttunni en KA tókst ekki að ógna marki KR að ráði. Leikurinn jafnaðist nokkuð þegar á leið en eftir skallamark Þorvalds Guðbjörnssonar á 27. mínútu voru KR-ingar slegnir út af laginu og KA menn voru sterkari það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. KA bakkaði talsvert í seinni hálfleik og fljótlega var fimmti maðurinn kominn í vörnina. KR-ingar sendu Theódór Elmar Bjarnason og Guðmund Benediktsson inn á og lífguðu þeir upp á leik liðsins. Þrátt fyrir að KR-ingar væru ekki að skapa sér opin færi var pressan orðin mjög þung þegar Kristján Örn Sigurðsson braut loks ísinn með skallamarki af stuttu færi. Rétt rúmri mínútu síðar var Bjarni Þorsteinsson á ferðinni með enn eitt skallamarkið eftir aukaspyrnu. Eftir þennan umsnúning var leikurinn í höndum KR-inga sem voru nær því að bæta við mörkum en KA að jafna. Aldrei uppgjafartónn ,,Það var aldrei neinn uppgjafartónn, ekki í strákunum inni á vellinum eða í félaginu öllu. Það er það sem stendur upp úr eftir svona leik. Við sýndum gífurlega samstöðu og kraft allir sem einn maður hér hjá KR í dag,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR. ,,Við fengum á okkur klaufalegt mark úr horni og svo fengum við mark á okkur úr aukaspyrnu sem orkaði tvímælis. Við vorum miklu betra liðið í fyrri hálfleik, við náðum bara aldrei að komast í gang í þeim seinni og duttum of aftarlega. Við náðum ekki upp sama spili í síðari hálfleik og við vorum að gera í fyrri hálfleik þegar við hefðum að mínu mati átt að komast í 2-0. Síðan kemur Gísli dómari sem er náttúrulega alltaf samkvæmur sjálfum sér á KR vellinum og öll vafaatriði falla þeim megin,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari KA.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjá meira