Sport

FH þarf að bíða enn um sinn

Ekki tókst FH-ingum að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu þrátt fyrir 4-1 sigur á Fram í Kaplakrika fyrr í dag. ÍBV lagði Fylki að velli, 3-1, á heimavelli og er þremur stigum á eftir FH þegar ein umferð er eftir af mótinu. KR-ingar og Grindvíkingar tryggðu sér áframhaldandi sæti í efstu deild. KR lagði KA, 2-1, og Grindvíkingar unnu granna sína úr Keflavík á útivelli, 3-4. Þar með er ljóst að baráttan um fallið stendur á milli Framara, sem eru með 17 stig, og Víkinga og KA, en þau lið eru með 15 stig. Það verður því brjáluð barátta og spenna á toppi og botni Landsbankadeildarinnar allt fram á síðustu stundu en lokaumferðin verður leikin eftir viku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×