Sport

FH sigraði í Wales

FH-ingar gerðu góða ferð til Wales í kvöld þar sem þeir mættu Haverfordwest í UEFA-keppninni. Ekki aðeins náðu FH-ingar mikilvægu marki á útivelli heldur unnu þeir leikinn. Eina mark leiksins kom á 74. mínútu og það gerði Daninn Allan Borgvardt. FH-ingar eru því komnir með annan fótinn í næstu umferð keppninnar en síðari leikur liðanna fer fram í Kaplakrika eftir viku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×