Fjármálin í höndum fjölskyldunnar 15. júlí 2004 00:01 Umboðsmenn knattspyrnumanna og reyndar flestra annarra hafa löngum haft slæmt orð á sér. Þeir eru yfirleitt taldir vera óheiðarlegir menn sem hugsa um lítið annað en að skara eld að eigin köku. Hagur umbjóðenda þeirra skiptir þá yfirleitt minna máli og allt snýst um að græða sem mestan pening með sem minnstri fyrirhöfn. Nú er svo komið að umdeildustu mennirnir í knattspyrnuheiminum eru ekki leikmenn á borð við David Beckham og Ronaldo heldur umboðsmenn sem enginn knattspyrnuáhugamaður þekkir í sjón. Þessir menn stjórna stjörnunum og hafa gífurleg áhrif á þær. Þrír leikmenn, franski sóknarmaðurinn Nicolas Anelka, norski varnarmaðurinn John Arne Riise hjá Liverpool og íslenski landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen hafa þó valið að halda öllu innan fjölskyldunnar með mjög misjöfnum árangri þó. Breski umboðsmaðurinn Peter Harrison var umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen þegar hann gekk til liðs við Bolton sumarið 1998. Harrison sá um sölu Eiðs Smára frá Bolton til Chelsea og samdi fyrir hönd hans við Chelsea. Um leið og Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs Smára, náði prófi sem FIFA-umboðsmaður haustið 2002 og fékk leyfi til að starfa sem slíkur var hann ráðinn sem umboðsmaður sonar síns og hans fyrsta verkefni fyrir Eið Smára er nú að semja við Chelsea um nýjan fjögurra ára samning sem færir Eiði Smára samkvæmt áreiðanlegum heimildum um 55 þúsund pund á viku eða rúmar sjö milljónir íslenskra króna á viku. Hlutur umboðsmanna í samningum leikmanna er yfirleitt um 10% af heildarlaunum leikmannsins og eru greidd aukalega af félaginu þannig að þessi samningur færir Arnóri dágóða búbót eins og menn geta reiknað út . Áreiðanlegar heimildir Fréttablaðsins herma að hann hafi allt að einni milljón punda upp úr þessum samningi en það verður þó ekki tekið af Arnóri að hann hefur náð góðum samningi fyrir strákinn þrátt fyrir að vera nánast reynslulaus í samningagerð af þessari stærðargráðu. Eiður Smári hefur því lagt grunninn að fjárhagslegu öryggi allrar sinnar fjölskyldu með frábærri frammistöðu á vellinum í stað þess að láta einhvern misvitran umboðsmann hirða peninginn fyrir samningsgerðina. Þess ber þó að geta að Arnór er hluti af stórri umboðsskrifstofu og þarf væntanlega að greiða hluta umboðslaunanna til skrifstofunnar. Nicolas Anelka var aðeins sautján ára þegar hann var keyptur frá Paris St Germain til Arsenal árið 1997. Hann hafði ekki verið þar nema tvö ár þegar umboðsmaður hans, bróðir hans Claude Anelka, fór á stúfana og reyndi að koma honum burtu frá félaginu þrátt fyrir að hann ætti enn þrjú ár eftir af samningi sínum. Claude var sniðugur karl og bjó þannig um hnútana að tvö af stærstu liðum Evrópu, Lazio og Real Madrid, börðust um að kaupa hann. Á endanum féllu samningaviðræðurnar við Lazio niður vegna launakrafna Anelka og niðurstaðan var að hann færi til Real Madrid fyrir 23,5 milljónir punda og skrifaði undir sjö ára samning við félagið. Það tók Anelka aðeins eitt ár að gera allt vitlaust í Madrid með hegðun sinni og kröfum um launahækkun og var það mál manna að góði bróðurinn Claude væri á bak við það. Á endanum var hann seldur fyrir rúmar 20 milljónir punda til Paris St Germain en þaðan lá leiðin í lán til Liverpool og síðan var hann seldur til Manchester City þar sem Gerard Houllier, þáverandi knattspyrnustjóri Liverpool, treysti sér ekki til að kaupa Anelka vegna allra vandræðanna á honum og bróður hans. Anelka hefur hins vegar ekki verið með nein læti síðan hann kom til Manchester City og spurning hvort Claude hafi róast eða Anelka einfaldlega fundið sér annan umboðsmann. Norðmaðurinn John Arne Riise fór ungur að árum til franska liðsins Mónakó frá 1. deildarliðinu Aalesund. Konan á bak við þau félagskipti var móðir Johns Arne, Berit Riise, sem þykir vera mikil kjarnakona á alla lund. Hún gegndi einnig lykilhlutverki í kaupum Liverpool á stráknum árið 2001 en eftir það ákváðu mæðginin að hætta að vinna saman. "Mér finnst betra að hafa hana sem mömmu, ekki sem umboðsmömmu. Ástæðan fyrir þessu er að ég vil skilja að vinnuna og fjölskylduna," sagði Riise en bætti við að móðir hans hefði reynst honum afskaplega vel. Það er misjafn sauður í mörgu fé. Á meðan sumir umboðsmenn reyna að selja leikmenn á ári hverju til að græða á sölunni þá hugsa aðrir um leikmanninn og leikmanninn eingöngu. Það getur verið gott að hafa mömmu eða pabba við hliðana á sér í samningaviðræðum en það hefur sömuleiðis sínar slæmu hliðar að blanda saman fjölskyldu og vinnu. Íslenski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Umboðsmenn knattspyrnumanna og reyndar flestra annarra hafa löngum haft slæmt orð á sér. Þeir eru yfirleitt taldir vera óheiðarlegir menn sem hugsa um lítið annað en að skara eld að eigin köku. Hagur umbjóðenda þeirra skiptir þá yfirleitt minna máli og allt snýst um að græða sem mestan pening með sem minnstri fyrirhöfn. Nú er svo komið að umdeildustu mennirnir í knattspyrnuheiminum eru ekki leikmenn á borð við David Beckham og Ronaldo heldur umboðsmenn sem enginn knattspyrnuáhugamaður þekkir í sjón. Þessir menn stjórna stjörnunum og hafa gífurleg áhrif á þær. Þrír leikmenn, franski sóknarmaðurinn Nicolas Anelka, norski varnarmaðurinn John Arne Riise hjá Liverpool og íslenski landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen hafa þó valið að halda öllu innan fjölskyldunnar með mjög misjöfnum árangri þó. Breski umboðsmaðurinn Peter Harrison var umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen þegar hann gekk til liðs við Bolton sumarið 1998. Harrison sá um sölu Eiðs Smára frá Bolton til Chelsea og samdi fyrir hönd hans við Chelsea. Um leið og Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs Smára, náði prófi sem FIFA-umboðsmaður haustið 2002 og fékk leyfi til að starfa sem slíkur var hann ráðinn sem umboðsmaður sonar síns og hans fyrsta verkefni fyrir Eið Smára er nú að semja við Chelsea um nýjan fjögurra ára samning sem færir Eiði Smára samkvæmt áreiðanlegum heimildum um 55 þúsund pund á viku eða rúmar sjö milljónir íslenskra króna á viku. Hlutur umboðsmanna í samningum leikmanna er yfirleitt um 10% af heildarlaunum leikmannsins og eru greidd aukalega af félaginu þannig að þessi samningur færir Arnóri dágóða búbót eins og menn geta reiknað út . Áreiðanlegar heimildir Fréttablaðsins herma að hann hafi allt að einni milljón punda upp úr þessum samningi en það verður þó ekki tekið af Arnóri að hann hefur náð góðum samningi fyrir strákinn þrátt fyrir að vera nánast reynslulaus í samningagerð af þessari stærðargráðu. Eiður Smári hefur því lagt grunninn að fjárhagslegu öryggi allrar sinnar fjölskyldu með frábærri frammistöðu á vellinum í stað þess að láta einhvern misvitran umboðsmann hirða peninginn fyrir samningsgerðina. Þess ber þó að geta að Arnór er hluti af stórri umboðsskrifstofu og þarf væntanlega að greiða hluta umboðslaunanna til skrifstofunnar. Nicolas Anelka var aðeins sautján ára þegar hann var keyptur frá Paris St Germain til Arsenal árið 1997. Hann hafði ekki verið þar nema tvö ár þegar umboðsmaður hans, bróðir hans Claude Anelka, fór á stúfana og reyndi að koma honum burtu frá félaginu þrátt fyrir að hann ætti enn þrjú ár eftir af samningi sínum. Claude var sniðugur karl og bjó þannig um hnútana að tvö af stærstu liðum Evrópu, Lazio og Real Madrid, börðust um að kaupa hann. Á endanum féllu samningaviðræðurnar við Lazio niður vegna launakrafna Anelka og niðurstaðan var að hann færi til Real Madrid fyrir 23,5 milljónir punda og skrifaði undir sjö ára samning við félagið. Það tók Anelka aðeins eitt ár að gera allt vitlaust í Madrid með hegðun sinni og kröfum um launahækkun og var það mál manna að góði bróðurinn Claude væri á bak við það. Á endanum var hann seldur fyrir rúmar 20 milljónir punda til Paris St Germain en þaðan lá leiðin í lán til Liverpool og síðan var hann seldur til Manchester City þar sem Gerard Houllier, þáverandi knattspyrnustjóri Liverpool, treysti sér ekki til að kaupa Anelka vegna allra vandræðanna á honum og bróður hans. Anelka hefur hins vegar ekki verið með nein læti síðan hann kom til Manchester City og spurning hvort Claude hafi róast eða Anelka einfaldlega fundið sér annan umboðsmann. Norðmaðurinn John Arne Riise fór ungur að árum til franska liðsins Mónakó frá 1. deildarliðinu Aalesund. Konan á bak við þau félagskipti var móðir Johns Arne, Berit Riise, sem þykir vera mikil kjarnakona á alla lund. Hún gegndi einnig lykilhlutverki í kaupum Liverpool á stráknum árið 2001 en eftir það ákváðu mæðginin að hætta að vinna saman. "Mér finnst betra að hafa hana sem mömmu, ekki sem umboðsmömmu. Ástæðan fyrir þessu er að ég vil skilja að vinnuna og fjölskylduna," sagði Riise en bætti við að móðir hans hefði reynst honum afskaplega vel. Það er misjafn sauður í mörgu fé. Á meðan sumir umboðsmenn reyna að selja leikmenn á ári hverju til að græða á sölunni þá hugsa aðrir um leikmanninn og leikmanninn eingöngu. Það getur verið gott að hafa mömmu eða pabba við hliðana á sér í samningaviðræðum en það hefur sömuleiðis sínar slæmu hliðar að blanda saman fjölskyldu og vinnu.
Íslenski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira