Þórarinn með stórleik 8. ágúst 2004 00:01 Í annað sinn á nokkrum dögum báru Keflvíkingar sigurorð af Fylkismönnum. Fyrst var það 0-1 í bikarkeppninni á Árbæjarvelli og svo síðdegis í gær á Keflavíkurvelli en að þessu sinni í Landsbankadeildinni og lokatölur urðu 4-2. Leikurinn var í það heila ágætis skemmtun og spilamennska liðanna miklu betri en í bikarleiknum þar sem ragmennskan í sóknarleiknum reið ekki við einteyming. Í sjálfu sér skildi ekki svo mikið á milli liðanna lengstum þótt reyndar hefðu sóknarlotur heimamanna verið mun beittari. Það sem skipti sköpum fyrir Keflvíkinga var frábær spilamennska Þórarins Kristjánssonar en piltur skoraði tvö mörk upp á eigin spýtur og lagði síðan upp eitt annað. Hann lék varnarmenn Fylkis grátt hvað eftir annað og virkar í feiknaformi. Hann var enda sáttur þegar Fréttablaðið náði tali af honum eftir leik: "Þetta gekk mjög vel hjá okkur og við vorum allir á tánum. Spilamennska okkar í leiknum minnti á byrjun mótsins og það er engin spurning að okkur hentar betur að láta boltann ganga, keyra á skyndisóknirnar og nýta vængina. Þannig eigum að við að spila - ekki vera í þessum kýlingum. Þrátt fyrir þessa tvo sigra gegn Fylki ofmetnumst við ekkert enda vitum við vel að það þarf ekki mikið til að missa taktinn," sagði Þórarinn. En setti brotthvarf Ólafs Gottskálkssonar úr herbúðum Keflvíkinga eitthvað strik í reikninginn fyrir þá í undirbúningi þeirra fyrir leikinn? "Þetta gerðist bara í gær og við fengum í sjálfu sér engan tíma til að pæla neitt í því fyrir leikinn enda hefði það líklega ekkert verið skynsamlegt. Við ræðum þetta eflaust betur á morgun en nú er bara að njóta sigursins." Vonir Fylkismanna á bikartitli eru úr sögunni, það sáu Keflvíkingar um. Vonir Fylkismanna á Íslandsmeistaratitlinum eru orðnar hverfandi en um það hafa þeir sjálfir séð. Döpur spilamennska liðsins að undanförnu rennir stoðum undir skoðanir margra knattspyrnuáhugamanna að velgengni þeirra framan af móti hafi að mestu leyti byggst á heppni. Fylkismenn, tíminn er að renna út. Keflavík-Fylkir 4-2 1-0 Þórarinn Kristjánsson, víti (25.), 1-1 Guðni Rúnar Helgason (27.), 2-1 Haraldur Guðmundsson (45.), 3-1 Þórarinn Kristjánsson (63.), 4-1 Hörður Sveinsson (75.), 4-2 Eyjólfur Héðinsson (78.). Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Sjá meira
Í annað sinn á nokkrum dögum báru Keflvíkingar sigurorð af Fylkismönnum. Fyrst var það 0-1 í bikarkeppninni á Árbæjarvelli og svo síðdegis í gær á Keflavíkurvelli en að þessu sinni í Landsbankadeildinni og lokatölur urðu 4-2. Leikurinn var í það heila ágætis skemmtun og spilamennska liðanna miklu betri en í bikarleiknum þar sem ragmennskan í sóknarleiknum reið ekki við einteyming. Í sjálfu sér skildi ekki svo mikið á milli liðanna lengstum þótt reyndar hefðu sóknarlotur heimamanna verið mun beittari. Það sem skipti sköpum fyrir Keflvíkinga var frábær spilamennska Þórarins Kristjánssonar en piltur skoraði tvö mörk upp á eigin spýtur og lagði síðan upp eitt annað. Hann lék varnarmenn Fylkis grátt hvað eftir annað og virkar í feiknaformi. Hann var enda sáttur þegar Fréttablaðið náði tali af honum eftir leik: "Þetta gekk mjög vel hjá okkur og við vorum allir á tánum. Spilamennska okkar í leiknum minnti á byrjun mótsins og það er engin spurning að okkur hentar betur að láta boltann ganga, keyra á skyndisóknirnar og nýta vængina. Þannig eigum að við að spila - ekki vera í þessum kýlingum. Þrátt fyrir þessa tvo sigra gegn Fylki ofmetnumst við ekkert enda vitum við vel að það þarf ekki mikið til að missa taktinn," sagði Þórarinn. En setti brotthvarf Ólafs Gottskálkssonar úr herbúðum Keflvíkinga eitthvað strik í reikninginn fyrir þá í undirbúningi þeirra fyrir leikinn? "Þetta gerðist bara í gær og við fengum í sjálfu sér engan tíma til að pæla neitt í því fyrir leikinn enda hefði það líklega ekkert verið skynsamlegt. Við ræðum þetta eflaust betur á morgun en nú er bara að njóta sigursins." Vonir Fylkismanna á bikartitli eru úr sögunni, það sáu Keflvíkingar um. Vonir Fylkismanna á Íslandsmeistaratitlinum eru orðnar hverfandi en um það hafa þeir sjálfir séð. Döpur spilamennska liðsins að undanförnu rennir stoðum undir skoðanir margra knattspyrnuáhugamanna að velgengni þeirra framan af móti hafi að mestu leyti byggst á heppni. Fylkismenn, tíminn er að renna út. Keflavík-Fylkir 4-2 1-0 Þórarinn Kristjánsson, víti (25.), 1-1 Guðni Rúnar Helgason (27.), 2-1 Haraldur Guðmundsson (45.), 3-1 Þórarinn Kristjánsson (63.), 4-1 Hörður Sveinsson (75.), 4-2 Eyjólfur Héðinsson (78.).
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Sjá meira