Sport

Tilboði í Beattie hafnað

Southampton hefur hafnað tilboði frá Aston Villa í sóknarmanninn James Beattie. Talið er að tilboðið hafi hljóðað upp á sex milljónir punda en það er að minnsta kosti tveimur milljónum minna en Southampton vill fá fyrir leikmanninn. Mörg önnur lið eru á höttunum eftir Beattie og þar má nefna Charlton Athletic, Newcastle United og Tottenham Hotspur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×