Sport

Grindavík Reykjanesmeistari

Grindavík vann í fyrrakvöld Reykjanesmót karla í körfubolta þegar liðið vann 83–79 sigur á Njarðvík í úrslitaleik. Keflavík náði þriðja sætinu eftir 84–82 sigur á Haukum sem voru gestgjafar í úrslitunum. Darrel Lewis skoraði 29 stig og tók 11 fráköst hjá Grindavík og fyrirliðinn Páll Axel Vilbergsson bætti við 18 stigum, 6 fráköstum og 5 stoðsendingum. Jóhann Ólafsson var með 12 stig og 6 stoðsendingar og þá var Morten Szmiedowicz við 11 stigum og 12 fráköstum. Troy Wiley skoraði 23 stig og tók 16 fráköst hjá Njarðvík og Páll Kristinsson var með 15 stig og 10 fráköst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×