Umdeildur snillingur látinn 21. september 2004 00:01 Það er tvennt sem Nottingham-skíri er þekkt fyrir í heiminum: Hróa Hött og Brian Clough. Clough, sem lést á mánudaginn úr magakrabbameini, hefur verið lýst sem afar einkennilegum snillingi sem stjórnaði með járnaga og skildi eftir sig einstakt tímaskeið hjá litlu ensku félagsliði sem hefur aldrei náð að fóta sig á ný eftir að hann hætti þar. "Ég get fullyrt að hann var einn hinna allra stærstu í leiknum og sennilega sá stærsti sem ég þekki til," sagði Stuart Pearce, fyrrum landsliðsmaður Englendinga og einn þeirra sem léku undir stjórn hins stórmerkilega þjálfara, Brian Clough. Fáir hafa náð jafngóðum árangri með enskt knattspyrnulið og Clough en honum var gjarna lýst af andstæðingum sínum sem snobbuðum rudda. Ferill Brian Clough er með ólíkindum bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann flosnaði úr skóla fimmtán ára gamall og gerði ári síðar samning við Middlesbrough en þá hófst stuttur en frábær ferill hans sem leikmanns. Með Middlesbrough og síðar Sunderland skoraði hann 251 mark í 274 leikjum. Aðeins þrítugur að aldri tók hann við stjórnartaumum hjá Hartlepool í ensku þriðju deildinni og varð þar með yngsti þjálfari á Englandi. Eftir tvö tímabil þar fór orðspor hans að aukast sem hæfileikaríkur þjálfari en einnig fyrir sérkennilega hegðun og stórar yfirlýsingar á tíðum. Frá Hartlepool fór Clough til Derby þar sem hann leiddi liðið til sigurs í annarri deildinni. Hann var látinn taka pokann sinn þegar hann neitaði að hlíta ákvörðunum stjórnar Derby en alla sína tíð fór hann sínar eigin leiðir og gaf engum öðrum gaum þegar kom að stjórnun. Eftir það dvaldi hann um tíma hjá Brighton og níu mánuðum síðar bauðst honum að stýra Leeds United sem þá var eitt af stóru liðunum í Englandi. Leikmenn Leeds þoldu þó ekki járnkrumlur Cloughs og var hann látinn fara eftir rúman mánuð í starfi. 1975 lá leið Cloughs til Nottingham Forest og þar gerði hann hluti sem verða lengi í minnum hafðir í knattspyrnusögunni. Á fjórum árum þar kom hann félaginu í fyrstu deild, vann þá deild og bikarkeppnina að auki og setti svo punktinn yfir i-ið með því að sigra Evrópubikarinn tvö ár í röð. Ólíklegt er að nokkrum öðrum hefði tekist slíkt afrek með ekki stærra félagi en Nottingham Forest en klúbburinn hefur síðan Clough hætti varla borið sitt barr. Mörgum þótti Clough mjög sérkennilegur en hann gat tekið upp á ótrúlegustu hlutum þegar sá gállinn var á honum. Eitt hið frægasta er þegar hann elti uppi nokkra áhangendur sem létu illum látum, húðskammaði alla saman og sló einn þeirra. Seinna bauð hann bullunum í bjór þar sem hann baðst afsökunar. Í annað skipti tók hann einn leikmann sinn útaf fyrir grófan leik, hélt yfir honum þrumandi ræðu fyrir allra augum og bað hann hunskast í sturtu. Hann var ekkert að hafa fyrir því að skipta öðrum leikmanni inn á í hans stað. "Ég man eftir að hafa hugsað þegar ég fylgdist með gengi Forest þegar það var sem best að þetta ætti eftir að komast í sögubækur," sagði Arsene Wenger, þjálfari Arsenal, en met það sem lið hans setti um daginn þegar Arsenal lék sinn 43. leik án taps tilheyrði áður Forest. "Það eru engar ýkjur að segja að ég hafi metið það afar mikils að heyra Clough lýsa því yfir fyrir skömmu að Arsenal léki það vel að þeir ættu skilið að brjóta metið." Fjölmargir stuðningsmenn Forest auk ýmissa úr knattspyrnuheiminum hafa vottað Brian Clough virðingu sína. Ber þar kannski hæst Alex Ferguson, þjálfara Manchester United, en þeim lenti oft saman hér á árum áður. "Hann gerði einstaka hluti með lítið félag." Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Sjá meira
Það er tvennt sem Nottingham-skíri er þekkt fyrir í heiminum: Hróa Hött og Brian Clough. Clough, sem lést á mánudaginn úr magakrabbameini, hefur verið lýst sem afar einkennilegum snillingi sem stjórnaði með járnaga og skildi eftir sig einstakt tímaskeið hjá litlu ensku félagsliði sem hefur aldrei náð að fóta sig á ný eftir að hann hætti þar. "Ég get fullyrt að hann var einn hinna allra stærstu í leiknum og sennilega sá stærsti sem ég þekki til," sagði Stuart Pearce, fyrrum landsliðsmaður Englendinga og einn þeirra sem léku undir stjórn hins stórmerkilega þjálfara, Brian Clough. Fáir hafa náð jafngóðum árangri með enskt knattspyrnulið og Clough en honum var gjarna lýst af andstæðingum sínum sem snobbuðum rudda. Ferill Brian Clough er með ólíkindum bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann flosnaði úr skóla fimmtán ára gamall og gerði ári síðar samning við Middlesbrough en þá hófst stuttur en frábær ferill hans sem leikmanns. Með Middlesbrough og síðar Sunderland skoraði hann 251 mark í 274 leikjum. Aðeins þrítugur að aldri tók hann við stjórnartaumum hjá Hartlepool í ensku þriðju deildinni og varð þar með yngsti þjálfari á Englandi. Eftir tvö tímabil þar fór orðspor hans að aukast sem hæfileikaríkur þjálfari en einnig fyrir sérkennilega hegðun og stórar yfirlýsingar á tíðum. Frá Hartlepool fór Clough til Derby þar sem hann leiddi liðið til sigurs í annarri deildinni. Hann var látinn taka pokann sinn þegar hann neitaði að hlíta ákvörðunum stjórnar Derby en alla sína tíð fór hann sínar eigin leiðir og gaf engum öðrum gaum þegar kom að stjórnun. Eftir það dvaldi hann um tíma hjá Brighton og níu mánuðum síðar bauðst honum að stýra Leeds United sem þá var eitt af stóru liðunum í Englandi. Leikmenn Leeds þoldu þó ekki járnkrumlur Cloughs og var hann látinn fara eftir rúman mánuð í starfi. 1975 lá leið Cloughs til Nottingham Forest og þar gerði hann hluti sem verða lengi í minnum hafðir í knattspyrnusögunni. Á fjórum árum þar kom hann félaginu í fyrstu deild, vann þá deild og bikarkeppnina að auki og setti svo punktinn yfir i-ið með því að sigra Evrópubikarinn tvö ár í röð. Ólíklegt er að nokkrum öðrum hefði tekist slíkt afrek með ekki stærra félagi en Nottingham Forest en klúbburinn hefur síðan Clough hætti varla borið sitt barr. Mörgum þótti Clough mjög sérkennilegur en hann gat tekið upp á ótrúlegustu hlutum þegar sá gállinn var á honum. Eitt hið frægasta er þegar hann elti uppi nokkra áhangendur sem létu illum látum, húðskammaði alla saman og sló einn þeirra. Seinna bauð hann bullunum í bjór þar sem hann baðst afsökunar. Í annað skipti tók hann einn leikmann sinn útaf fyrir grófan leik, hélt yfir honum þrumandi ræðu fyrir allra augum og bað hann hunskast í sturtu. Hann var ekkert að hafa fyrir því að skipta öðrum leikmanni inn á í hans stað. "Ég man eftir að hafa hugsað þegar ég fylgdist með gengi Forest þegar það var sem best að þetta ætti eftir að komast í sögubækur," sagði Arsene Wenger, þjálfari Arsenal, en met það sem lið hans setti um daginn þegar Arsenal lék sinn 43. leik án taps tilheyrði áður Forest. "Það eru engar ýkjur að segja að ég hafi metið það afar mikils að heyra Clough lýsa því yfir fyrir skömmu að Arsenal léki það vel að þeir ættu skilið að brjóta metið." Fjölmargir stuðningsmenn Forest auk ýmissa úr knattspyrnuheiminum hafa vottað Brian Clough virðingu sína. Ber þar kannski hæst Alex Ferguson, þjálfara Manchester United, en þeim lenti oft saman hér á árum áður. "Hann gerði einstaka hluti með lítið félag."
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Sjá meira