Evran blóraböggull 21. september 2004 00:01 Tímasetning á upptöku evrunnar var óheppileg þar sem innleiðing hennar kom samtímis almennri niðursveiflu í efnahagslífi í Evrópu. Fyrir vikið hefur evran orðið að blóraböggli fyrir slaka í efnahagslífi aðildarríkjanna. Þetta segir Paul van den Noord hagfræðingur hjá OECD. Van den Noord hélt í gær fyrirlestur á vegum Samtaka iðnaðarins og Háskóla Íslands. Þar fór hann yfir áhrif evrunnar. Hann telur áhrifin almennt hafa verið góð og muni batna eftir því sem lengra líði á samstarfið. Í samtali við Fréttablaðið segist van den Noorde ekki búast við því að Ísland ætti erfitt með að uppfylla skilyrði um upptöku evrunnar ef landið yrði aðili að Evrópusambandinu. "Stærsta hindrunin er auðvitað sú að gerast aðili að Evrópusambandinu. Það er pólitísk spurning," segir hann. Hann segir að líta verði til þess að þótt upptaka sameiginlegs gjaldmiðils dragi úr möguleikum stjórnvalda til þess að bregðast við efnahagssveiflum þar sem peningamálastefnan væri ekki í þeirra höndum þá mætti einnig benda á að hættan á hagstjórnarmistökum yrði minni. Almennt er talið að ein forsenda þess að upptaka sameiginlegs gjaldmiðils sé heppileg sé að vinnuafl geti með auðveldu móti flust um set innan myntsvæðisins. Þetta á ekki við á evrusvæðinu eins og staðan er nú. "Sumt af þessu hefur með hugarfar og menningu að gera. En þó sýnir saga Evrópu að það þarf ekki að sækja lengra aftur en til sjöunda áratugarins til að sjá að þá fluttust Evrópumenn á milli landa jafnvel í láglaunastörfum," segir hann. Hann segir að stærsta hindrunin nú sé sú að fólk eigi erfitt með að flytja sökum þess að það njóti öryggis innan velferðarkerfis heimalands síns - þeir eru því í eins konar "gullbúri." Van den Noord segir að núverandi stefna Evrópusambandsins byggist á þeirri hugmynd að flytja eigi störf til fólksins í staðinn fyrir að gera fólki auðveldara með að flytjast þangað sem störf er að finna. "Þetta er bæði dýrt og tímafrekt," segir hann. Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, hélt einnig erindi á fundinum. Hann segir að nýjar rannsóknir gefi til kynna að ávinningur af upptöku evrunnar sé meiri en upphaflega var talið. Hann segir að sínar rannsóknir, sem gagnrýndar hafi verið fyrir bjartsýni, hafi jafnvel verið í hóflegri kantinum. Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Tímasetning á upptöku evrunnar var óheppileg þar sem innleiðing hennar kom samtímis almennri niðursveiflu í efnahagslífi í Evrópu. Fyrir vikið hefur evran orðið að blóraböggli fyrir slaka í efnahagslífi aðildarríkjanna. Þetta segir Paul van den Noord hagfræðingur hjá OECD. Van den Noord hélt í gær fyrirlestur á vegum Samtaka iðnaðarins og Háskóla Íslands. Þar fór hann yfir áhrif evrunnar. Hann telur áhrifin almennt hafa verið góð og muni batna eftir því sem lengra líði á samstarfið. Í samtali við Fréttablaðið segist van den Noorde ekki búast við því að Ísland ætti erfitt með að uppfylla skilyrði um upptöku evrunnar ef landið yrði aðili að Evrópusambandinu. "Stærsta hindrunin er auðvitað sú að gerast aðili að Evrópusambandinu. Það er pólitísk spurning," segir hann. Hann segir að líta verði til þess að þótt upptaka sameiginlegs gjaldmiðils dragi úr möguleikum stjórnvalda til þess að bregðast við efnahagssveiflum þar sem peningamálastefnan væri ekki í þeirra höndum þá mætti einnig benda á að hættan á hagstjórnarmistökum yrði minni. Almennt er talið að ein forsenda þess að upptaka sameiginlegs gjaldmiðils sé heppileg sé að vinnuafl geti með auðveldu móti flust um set innan myntsvæðisins. Þetta á ekki við á evrusvæðinu eins og staðan er nú. "Sumt af þessu hefur með hugarfar og menningu að gera. En þó sýnir saga Evrópu að það þarf ekki að sækja lengra aftur en til sjöunda áratugarins til að sjá að þá fluttust Evrópumenn á milli landa jafnvel í láglaunastörfum," segir hann. Hann segir að stærsta hindrunin nú sé sú að fólk eigi erfitt með að flytja sökum þess að það njóti öryggis innan velferðarkerfis heimalands síns - þeir eru því í eins konar "gullbúri." Van den Noord segir að núverandi stefna Evrópusambandsins byggist á þeirri hugmynd að flytja eigi störf til fólksins í staðinn fyrir að gera fólki auðveldara með að flytjast þangað sem störf er að finna. "Þetta er bæði dýrt og tímafrekt," segir hann. Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, hélt einnig erindi á fundinum. Hann segir að nýjar rannsóknir gefi til kynna að ávinningur af upptöku evrunnar sé meiri en upphaflega var talið. Hann segir að sínar rannsóknir, sem gagnrýndar hafi verið fyrir bjartsýni, hafi jafnvel verið í hóflegri kantinum.
Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira