Sport

Gerrard frá í tvo mánuði

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, fór í myndatöku í morgun vegna meiðslanna sem hann hlaut í leiknum við Manchester United í gærkvöldi og gerðu að verkum að hann þurfti að fara af velli í fyrri hálfleik. Í ljós kom að Gerrard er fótbrotinn og verður frá í tvo mánuði. Hann missir af níu leikjum með Liverpool og tveimur með enska landsliðinu. Rio Ferdinand lék með Manchester United í gær í fyrsta skipti frá því að hann var dæmdur í keppnisbann fyrir að mæta ekki í lyfjapróf. Eins og hægt er að lesa annars staðar á Vísi sigraði Manchester United í leiknum, 2-1, með mörkum Mikaels Silvestres. Mark Liverpool var sjálfsmark John O´Shea. Á myndinni sést Gerrard haltra af velli í gær með aðstoð John Arne Riise.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×