Innlent

Fornleifaskóli barna á Þingvöllum

Fornleifafræðingar af yngstu kynslóðinni létu ljós sitt skína á Þingvöllum í dag en „Fornleifaskóli barnanna“ hefur verið starfræktur á sunnudögum í sumar. Eins og ávallt var fallegt um að litast á Þingvöllum í dag og staðurinn hreinlega iðaði af ferðamönnum. En auk ferðamannanna var á Þingvöllum í dag hópur barna á aldrinum sex til tólf ára sem lá einbeittur í grasinu að leita að fornum munum. Börnin sem hér sjást eru hluti þeirra barna sem í sumar hafa sótt . Á sunnudögum í sumar hefur börnum gefist þess kostur að kynnast starfsaðferðum fornleifafræðinga, í svokölluðum „Fornleifaskóla barnanna“, með því að grafa eftir gersemum í jörð. Meðal þess sem börnin í dag fundu voru leifar af beinum, leirkerabrot og gömul mynt. Skólinn hefur mælst vel fyrir hjá börnunum og reyndar er ekki loku fyrir það skotið að marga foreldra langi að taka þátt. Helga Lilja Björnsdóttir landvörður segir börnin bæði skemmta sér og læra nokkuð í leiðinni, og foreldrarnir séu æstir í að taka þátt. Hún á von á að verkefnið verði endurtekið að ári. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×