Sport

Diouf lánaður til Bolton

Sóknarmaðurinn senegalski, El Hadji Diouf, hefur verið lánaður til Bolton og mun leika með liðinu út þessa leiktíð. Hann hefur verið í herbúðum Liverpool frá árinu 2002, var keyptur á 10 milljónir punda, en það ár vakti frammistaða hans á HM mikla athygli. Hjá Liverpool hefur hann hins vegar aldrei fundið taktinn og var tjáð það nýlega af hinum nýja framkvæmdastjóra félagsins, Rafael Benitez, að hann væri ekki inni í framtíðaráformum Liverpool.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×